Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 10:14 Grímur segir algerlega óskiljanlegt að Vinstri græn séu í samkrulli við þá Birgi Þórarinsson og Ásmund Friðriksson, menn sem standa fyrir allt sem Vinstri græn segjast ekki vera um. vísir/vilhelm Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Grímur nefnir tvö dæmi til marks um þessa óskiljanlegu sambúð, að hans mati. „Í aldreifða mogga morgunsins má lesa furðuviðtal við Birgi Þórarinsson þingmann um meintar ofsóknir sem gyðingar verða fyrir á Íslandi. Eins og venjulega skautar Birgir algjörlega fram hjá þeirri staðreynd að stjórnvöld í Ísrael hafa kúgað Palestínumenn sl. 75 ár og myrt mörg þúsund börn sl. mánuði. Þetta er auðvitað óboðlegur málflutningur hjá þingmanninum en lýsir ágætlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virðist vera innréttaður nú um stundir.“ Þá bendir Grímur á Vísi sem sagði af ræðu Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem Grímur segir að sé enn og aftur mættur í pontu til að tala fyrir hræðsluáróðri gegn hælisleitendum. „Ásmundur svífst einskis þegar kemur að poppúlískri nálgun í stjórnmálum. Öll þau sex ár sem eiginkona mín sat á þingi dreifði hann lygasögum um hve mikilla fjárhagslegra hagsmuna hún hefði af fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Það skipti engu máli hve oft hann var leiðréttur - hann hélt bara áfram að ljúga.“ Eiginkona Gríms er Helga Vala Helgadóttir lögmaður og áður þingman Samfylkingarinnar. Ljóst er að grunnt er á því góða milli Vinstri grænna og Sjálfstæðismanna. En Katrínu Jakobsdóttur tókst einatt að bera klæði á vopnin. En nú virðist fátt um varnir. „Hvenær ætlar VG að fara aftur í ræturnar og biðjast afsökunar á þeirri skömm sem það óneitanlega er að sitja í ríkisstjórn með fólki sem situr yst á hægri jaðrinum?“ spyr Grímur og dregur ekki af sér: „Útlendingafrumvarpið sem flokkurinn virðist styðja er algjörlega í andstöðu við stefnu og tilgang flokksins. Það er kominn tími til að flokkurinn gangist við mistökunum sem þetta feigðarflan frá haustinu 2017 óneitanlega er. Slíti stjórnarsamstarfinu, biðji kjósendur sína afsökunar og mæti síðan þeim örlögum sem kjósendur ákveða. Það væri smá reisn yfir því. Illugi Jökulsson rithöfundur leggur orð í belg og telur þetta að vísu ekkert hafa með VG að gera. „Þingmennska er fíkn og fólk er til í flest til að fullnægja fíkninni. Nema reyndar ákveðin kona sem við þekkjum báðir, hún virðist hafa verið blessunarlega laus við fíknina,“ segir Illugi. Þorvaldur Sverrisson heimspekingur og framkvæmdastjóri spyr hins vegar hvort þetta sé ekki „samt meira gamall vani en fíkn hjá Vg? Meira eins og saltkjöt og baunir og minna eins og kókaín?“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent