Biðu eftir strætó sem kemur ekki fyrr en á næsta ári Bjarki Sigurðsson skrifar 3. júní 2024 21:01 Inga Jóhannsdóttir og Saskia höfðu enga hugmynd um breytingarnar á Hlemmi. Vísir/Sigurjón Strætó mun ekki stoppa við Hlemm næsta árið vegna framkvæmda á svæðinu. Markaðsfulltrúi Strætó telur breytingar á leiðakerfinu vera til hins góða fyrir notendur. Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“ Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Í gegnum árin hefur Hlemmur verið aðalstrætisvagnastopp Reykjavíkur. En í dag er staðan önnur, torgið er tómt og á skiltum út um allt stendur „Óvirk biðstöð“. Klippa: Strætó stoppar ekki við Hlemm Vegna fyrirhugaðra framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm hefur Strætó neyðst til þess að gera miklar breytingar á leiðakerfi vagna sem alla jafna aka í gegnum svæðið. Öllum akstri þar var hætt um helgina og nýjar endastöðvar teknar í notkun. „Auðvitað breytist aksturinn á nokkrum leiðum, á flestum leiðum er það frekar lítil breyting. Aðrar leiðir fara kannski á aðra áfangastaði, eins og þristurinn fer núna á Granda, sem er bara gott mál. Eins og ég segi, allir eiga að geta fundið biðstöð til að skipta um vagn,“ segir Herdís. Þrátt fyrir að strætó muni aftur stoppa á Hlemmi að framkvæmdum loknum, sem áætlað er að verði næsta sumar, verður stöðin ekki sama miðstöð og hefur þekkst í gegnum tíðina. Engin slík stöð kemur í staðinn. Svona er áætlað að Hlemmstorgið líti út eftir framkvæmdirnar. Til hægri má sjá hvar Borgarlínan og strætisvagnar munu aka.Reykjavíkurborg Breytingarnar til hins góða „Heldur munu almennar strætóleiðir keyra hér í gegn og Borgarlínuleiðin,“ segir Herdís. En verður einhver önnur svona miðlæg strætóstöð þar sem margir vagnar koma saman? „Nei, en við teljum að með breyttu leiðaneti að þá eigi að vera auðveldara að taka vagna og komast á áfangastað. Þannig ég held að breytingarnar verði til hins góða,“ segir Herdís. Hér má sjá leiðakort Strætó eftir breytingarnar.Strætó/Kolofon Framkvæmdir við Hlemm hefjast í vikunni en á svæðinu má enn sjá skilti sem gætu gefið vegfarendum misvísar upplýsingar. „Mér fannst það frekar óvanalegt að það væri enginn að bíða. En hvað, voru þeir bara að breyta þessu alveg? Eða hvað?“ sagði Inga Jóhannsdóttir, sem beið eftir strætó við Hlemm þegar fréttastofa var á svæðinu. Hún er búsett á Spáni og hafði ekki heyrt af breytingunum. Biðu við Hlemm Fleiri lentu í svipuðum aðstæðum. „Ég fékk þær upplýsingar frá kurteisum herramanni að strætó gangi ekki héðan,“ segir Saskia frá Þýskalandi. Af hverju komuð þið hingað? Gáðir þú að því á netinu? „Google Maps vísaði okkur hingað og þetta lítur út sem strætóstöð. Af þeim sökum töldum við að þetta væri stöðin.“
Strætó Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Strætó kveður Hlemm í bili Leiðakerfi Strætó mun taka miklum breytingum á sunnudaginn vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. Allur akstur Strætó um svæðið mun víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun. 29. maí 2024 17:17