Hlemmur gjörbreytist í sumar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 16:26 Einhvern veginn svona munu gatnamót Rauðarárstígs og Laugavegar líta út. Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann. Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni. Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á Hlemmi sem um árabil var samkomustaður pönkara og fólks í fíknivanda en um leið þekktasta strætóbiðstöð landsins. Nú er þar vinsæl Mathöll auk þess sem sífellt stærri hluti umhverfis Hlemms verður helgaður gangandi umferð. Bílarnir víkja og strætó sömuleiðis. Fyrsti áfanga endurgerðarinnar milli Laugavegar og Snorrabrautar og svo á Rauðarárstíg kláraðist í fyrra og nú er komið að stóru skrefi sem Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segir ansi mótandi fyrir svæðið. „Með þessari breytingu stígum við það skref að gera miðbik Hlemmsvæðisins að göngusvæði og breyta því í torgið sem það á að vera til framtíðar. Á framkvæmdatíma mun strætó breyta akstursleiðum sínum og tímabundið munu verða ákveðnar breytingar á biðstöðvum en við fengum líka kynningu á þeim áformum á fundinum,“ segir Dóra Björt í færslu á Facebook. Fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Yfirborðið verður endurgert í þágu gangandi vegfarenda og stefnt er á að planta á svæðinu fullvöxnum trjám frá upphafi sem eiga að hafa jákvæð áhrif á loftgæði og upplifun af svæðinu. „Lyfta á sögu þvottakvenna í hönnun sem unnu þá erfiðisvinnu að ganga Laugaveginn til þvottalauganna með þungar byrðar. En einnig Rauðaárlæknum og þeim hlemm sem settur var á lækinn, sem svæðið dregur nafn sitt af. Um er að ræða lykilframkvæmd sem undirbýr komu Borgarlínu á svæðið,“ segir Dóra Björt. „Framtíðin á Hlemmi er skemmtileg, græn og björt og örugg fyrir okkar minnstu lungu og fætur - sem og okkur hin.“ Ýmsar breytingar Aðalinngangur í mathöllina á framkvæmdatíma verður norðanmegin. Stefnt er að því að þessum hluta framkvæmda á svæðinu ljúki sumarið 2025, segir á vef Reykjavíkurborgar. Til stendur að flytja Klyfjahest Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara af sínum stað yfir á nýja svæðið nær mathöllinni. Strætó gerir leiðakerfisbreytingar á meðan framkvæmdum stendur. Endastöðvar sem í dag eru á Hlemmi færast til og akstursleiðir Strætó sem aka um Hlemm breytast. Reynt er að halda breytingunum í lágmarki en óhjákvæmilega munu notendur finna fyrir þeim. Hlemmur með tilkomu Borgarlínu og að loknum framkvæmdum. Akstursleiðir sem í dag eru um Laugaveg og Hlemm verða um Katrínartún og Borgartún, en akstursleiðir sem í dag eru um Rauðarárstíg og Hlemm færast á Flókagötu og Snorrabraut. Nýjar strætóstöðvar verða gerðar á Snorrabraut við Laugaveg og í Borgartúni við Bríetartún, til að bæta strætóstöðvar í nágrenni Hlemms. Strætó kemur aftur síðar á Hlemm fyrir tilstuðlan Borgarlínu. Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur? Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut. Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B. Engin leið verður með endastöð við Hlemm og engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni.
Skipulag Strætó Reykjavík Borgarlína Göngugötur Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Sjá meira