Þrjár efstu með 75 prósent atkvæða Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júní 2024 14:57 Katrín, Halla og Halla hlutu 75 prósent atkvæða. Vísir/Vilhelm Eva Heiða Önnudóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir tvennt vekja athygli hennar í forsetakosningunum sem fóru fram í gær. Fjöldi kvenna sem fengu góða kosningu og svo mikið fylgi nýkjörins forseta. „Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Það er í fyrsta lagi að við kusum þrjár konur í fyrstu þrjú sætin,“ segir Eva Heiða en samanlagt eru þessar konur, Halla Hrund Logadóttir, Katrín Jakobsdóttir og Halla Tómasdóttir, með 75 prósent allra atkvæða. Eva Heiða segir það einnig merkilegt að í aðdraganda kosninganna hafi það ekki þótt mikið tiltökumál að í þetta stefndi. Sem sé vel. Annað sem henni þyki athyglisvert sé svo gríðarleg fylgisaukning nýkjörins forseta, Höllu Tómasdóttur, miðað við það fylgi sem henni var spáð í skoðanakönnunum í síðustu viku. Kjörsókn var 80,8 prósent í ár og hefur ekki verið meiri síðan í forsetakosningunum 1996. Eva Heiða segir alltaf ánægjulegt þegar kjörsókn eykst og telur að það sem geti hafa haft áhrif núna sé hversu mjótt væri á mununum í skoðanakönnunum á milli efstu tveggja eða þriggja. „Það hvetur fólk til að mæta á kjörstað til að kjósa.“ Greinilegt að fólk kaus taktískt Hvort skoðanakannanir geti verið skoðanamyndandi segir Eva Heiða að skoðanakannanir hafi ekki beint áhrif á það hvaða viðhorf fólk hafi gagnvart frambjóðendum, heldur gætu skoðanakannanir frekar haft áhrif á það hvað fólk kýs. Það er að segja, að skoðanakannanir kunni að hafa áhrif á hegðun kjósenda. Eva Heiða fylgdist spennt með kosningunum í alla nótt.Vísir/Bjarni „Eins og við sjáum að hefur greinilega gerst í þessum kosningum,“ segir Eva Heiða. Mjög margt bendi til þess að fólk hafi kosið taktískt, annað hvort gegn Katrínu eða Höllu Tómasdóttur.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27 Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50 Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Niðurstöður talningar: Kjörsókn með besta móti Landskjörstjórn hafa borist niðurstöður talningar frá yfirkjörstjórnum Norðvesturkjördæmis, Norðausturkjördæmis, Suðurkjördæmis, Suðvesturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður. Kjörsókn var mikil, 80,8 prósent. 2. júní 2024 14:27
Neðstu sex fengu samanlagt rúm þrjú þúsund atkvæði Sexmenningarnir sem mældust með minnst fylgi í aðdraganda forsetakosninganna fengu samanlagt 3.010 atkvæði. Alls eru það 1,41 prósent atkvæða. 2. júní 2024 13:50
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50
Var nálægt því að draga framboð sitt til baka „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. 2. júní 2024 11:39