„Erum á ákveðinni vegferð” Árni Gísli Magnússon skrifar 1. júní 2024 19:30 Arnór í leik gegn Stjörnunni Vísir/Pawel Arnór Smárason, hinn þaulreyndi fyrirliði ÍA, var kampakátur í viðtali eftir 3-2 útisigur gegn KA í 9. umferð bestu deildarinnar þar sem öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Arnór skoraði þriðja mark leiksins af vítapunktinum. „Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.” Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira
„Bara liðsheildin hjá okkur. Mér fannst við sérstaklega í seinni hálfeik vera að þjást mjög vel, gerðum það sem lið, bæði þeir sem byrjuðu leikinn og svo þessi strákar sem komu inn í hann, allir voru að leggja sig 110% fram þannig það var liðsheildin sem að sannarlega skóp þennan sigur.” KA kemst yfir snemma leiks en ÍA jafnaði strax í næstu sókn. Fannst Arnóri eitthvað breytast við fyrsta mark leiksins? „Við sýnum mjög góðan karakter, gerum slæm mistök í fyrsta markinu, en svörum strax til baka og mér finnst það sýna ákveðinn karakter sem býr í þessu liði og við komumst inn í seinni hálfleikinn og vitum að KA er bara með gott lið, eru búnir að vera óheppnir í sumar og vissum að þeir myndu aðeins pressa á okkur og við þurftum að vera þéttir og vinna vel saman og við gerðum það svo sannarlega. Það er mjög sterkt að koma norður og taka þrjú stig þannig við erum ótrúlega sáttir.” ÍA er nýliði í efstu deid og liðið hefur sótt 13 stig úr fyrstu 9 leikjum tímabilsins og situr í 6. sæti. En eru meiri væntingar um góðan árangur hjá ÍA sem nýliðum en öðrum nýliðum vegna sögu félagsins? „Við þekkjum allir söguna og vitum allir hvar ég vil vera en við erum á ákveðinni vegferð og erum bara á leiðinni þangað sem við viljum vera og það eru allir að leggja sig gríðarlega vel fram og við erum að sigla í rétta átt saman og mér finnst það einkenna þennan hóp og þetta lið akkúrat núna og við erum eins liðsheild og það bara skilar sér í svona leikjum eins og í dag.” Er búinn að vera stígandi í liðinu? „Já klárlega og mér finnst við búnir að vera þokkalega solid í allt sumar. Auðvitað er þetta ekki alveg búið að detta með okkur hér og þar og er alveg búið að vera smá rót á liðinu, menn búnir að vera í banni og í meiðslum þannig bara stoltur af þeim sem hafa komið inn í þetta. Þetta eru skagamenn og margir spilað nokkur tímabil í Kára og taka skrefið upp í meistaraflokk og þetta er alveg svona leið sem við skagamenn viljum sjá. Sjáið bara Hilmar (Elís Hilmarsson) í dag, kemur inn í þetta, fyrsti leikur hans í efstu deild og stendur sig bara alveg eins og hetja. Ég get nefnt fleiri, Guffa (Guðfinn Þór Leósson) sem kemur inn í þetta og marga aðra en er mest stoltur af þessu.” Árni Salvar Heimisson stýrði fagnaðarlátum skagamanna á vellinum eftir leik fyrir framan stuðningsmenn liðsins og nýtti röddina til hins ítrasta áður en samherjar hans tóku undir og því ekki úr vegi að spurja hvort að Árni sé ekki með viskírödd það sem eftir lifi kvölds? „Árni Salvar er náttúrulega einstakur karakter og værum alveg til í að hafa fleiri Árna í okkar hóp en hann er orðinn vanur þessu, við unnum marga leiki í Lengjunni í fyrra og ætlum okkur bara að halda því afram.”
Besta deild karla KA ÍA Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Sjá meira