Frambjóðendum gekk misvel í hraðaspurningum Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2024 15:22 Arnar Þór var með svörin á reiðum höndum en Höllu Tómasdóttur gekk verr. vísir/vilhelm Kappræður Stöðvar 2, sem fram fóru í gær, voru brotnar upp með ýmsu móti. Meðal annars fengu frambjóðendur hraðaspurningar og gekk þeim afar misjafnlega. Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan: Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Heimir Már Pétursson fréttamaður stýrði umræðum af mikilli röggsemi en innslög Elísabetar Ingu Sigurðardóttur vöktu ekki síður athygli. Eitt innslag hennar var einfalt, frambjóðendurnir sex voru fengnir til að svara hraðaspurningum og gekk þeim misjafnlega að eiga við þær. En spurningarnar voru þess eðlis að þær varða alþekkar staðreyndir úr íslenskri menningu, bókmenntum og sögu. Arnar Þór Jónsson var svo gott sem með fullt hús. Hann vissi að það var hann Bjartur í Sumarhúsum sem er aðalsöguhetjan í Sjálfstæðu fólki, að það var Drangey sem Grettir Ásmundarson synti út í, að Gunnar Hámundarson bjó á Hlíðarenda, að það var Jón Arason sem var hálshöggvinn í Skálholti árið 1550, að þeir Gunnlaugur Ormstunga og Hrafn Sæmundarson börðust um ástir Helgu fögru, að Seltjarnarnes er ekki hluti Reykjavíkur, að það eru egg í Gunnars-mæjónesi en hann vissi ekki að hann heitir Páll sem var aðalsöguhetjan í Englum alheimsins. Gamli spyrillinn úr Gettu betur, Katrín Jakobsdóttir, fylgdi fast á eftir Arnari Þór og var með helftina af svörunum rétt, Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr komu þar á eftir. En restina rak Halla Tómasdóttir. Heimi Má tókst síðan að hrista rækilega upp í áhorfendum með því að fullyrða að mæjónes væri bragðbætt með súrum gúrkum, nokkuð sem til að mynda Læknirinn í eldhúsinu kannast ekkert við. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni hér fyrir neðan:
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira