Fasteignamat sumarbústaða hækkar mest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2024 22:01 Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS og Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá sömu stofnun fóru yfir fasteignamarkað á fundi HMS í dag. Vísir/Arnar Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent. Sumarbústaðir hækka mest. Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00
Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49