Magnaðar vendingar í kapphlaupinu á Bessastaði Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:51 Eiríkur Bergmann segir þetta magnaðar vendingar og fyrir liggi að kosningarnar verði þær mest spennandi í manna minnum. vísir/steingrímur Dúi Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor segist nú ekki þora fyrir sitt litla líf að spá fyrir um hver endar sem forseti Íslands. „Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“ Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
„Þetta eru magnaðar vendingar. Og þá bara í kosningabaráttunni yfirleitt. Þarna er kominn lokasprettur, Höllur hafa skipt um stað í því að mega teljast keppinautur Katrínar,“ segir Eiríkur. Hann er staddur á Spáni en Vísir fékk hann til að skoða með sér niðurstöður nýrrar könnunar sem Maskína vann fyrir Stöð 2 og Vísi. Eiríkur segir baráttuna hafa, að verulegu leyti, staðið um hver gæti reynst helsti keppinautur Katrínar Jakobsdóttur. „Já, hver gæti skákað henni? Fyrir einhverju síðan gat maður slegið því nánast föstu að Halla Hrund Logadóttir væri sú. Þannig leit það út og á tímabili skaust hún langt upp fyrir Katrínu. En nú hafa þær Höllur Hrund og Tómasdóttir skipt um stað.“ Treystir sér ekki til að spá fyrir um úrslit Eiríkur heldur áfram að rýna í niðurstöður könnunarinnar og segir að Baldur Þórhallsson hafi í raun aldrei náð að marka sér stöðu sem raunverulegur kandídat. „Nema bara þarna rétt í blábyrjun. Maður hefur verið að reyna að sjá hver myndi ná þessari stöðu og á lokasprettinum er orðið augljóst að það sem ég hélt að væri milli Katrínar og Höllu Hrundar er nú keppni milli Katrínar og Höllu Tómasdóttur. Sem er stórmerkilegt.“ Eiríkur rekur feril Höllu Tómasdóttur sem hann segir afar athyglisverðan, að hún hafi farið úr því að mælast með fáein prósent lengi framan af. „Hún náði ekki tveggja stafa tölu og stendur nún jafnfætis Katrínu Jakobsdóttur! Það er feikilegur árangur. Ég treysti mér ekki á þessari stundu til að spá fyrir um úrslit milli þessara tveggja.“ Eiríkur segir að framan af hefði hann treyst sér til að giska á Katrínu sem þá sigurstranglegustu. En nú sé engu hægt að slá föstu. „Og það sem meira er; Halla er í sókn og sú sókn getur haldið áfram. Katrín hafði áður lent í vörn en samt sem áður, þá er þetta ótrúlega merkilegt.“ Baldur og Jón eiga of langt í land Kosningarnar eru orðnar æsispennandi. Eiríkur bendir á að menn hafi verið að líkja kosningunum saman við það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin 1980, og þá milli þeirra fjögurra sem þá voru í framboði. En það megi jafnvel segja að nú sé enn meiri spenna. „Vendingarnar eru slíkar. Og að mælingin sé þannig að þær séu hnífjafnar veldur því að það er engin leið að sjá fyrir um úrslitum.“ En hvað þá með þá Baldur og Jón Gnarr, má afskrifa þá? „Maður vill kannski aldrei nota svoleiðis orð en þeir eiga það langt í land að það er ólíklegt að þeir muni ná í mark. Það er líka algjörlega ótrúlegt að það eru þrjár konur sem eiga raunverulega möguleika.“ En var það ekki fyrirséð, var sú ekki krafan að kona yrði forseti? „Jú, ég held að það hafi verið sterk ósk margra en að þrjár konur yrðu efstar áður en kæmi að karli, það er næsta einstæð staða. Ég man ekki eftir öðru eins. Og jafnvel þó litið sé langt út fyrir svið forsetakosninga, þetta er ótrúlegt og segir mikla sögu um þjóðfélagsþróun.“
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Skoðanakannanir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira