Segir enga hættu á ferðum og yfirvöld komin í lið með íbúum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 12:34 „Já til Grindavíkur. Okkar ástkæra Grindavík,“ svarar Stefán spurður að því hvort hann sé á leiðinni í bæinn. Einhamar/Vísir Starfsmenn Einhamar Seafood unnu að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík en Stefán Kristjánsson, eigandi og forstjóri fyrirtækisins, segir yfirvöld mun samvinnufúsari núna varðandi aðgang að bænum en í fyrri gosum. „Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira
„Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Sjá meira