Svörtum vísað frá borði þegar kvartað var undan líkamslykt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 08:04 Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph and Xavier Veal var vísað frá borði þegar starfsmaður kvartaði undan líkamslykt frá ótilgreindum farþega. CBS Þrír svartir karlmenn hafa höfðað mál á hendur American Airlines en þeir voru látnir ganga frá borði eftir að kvartað var undan líkamslykt í einni af vélum félagsins. Mennirnir segja um að ræða mismunun á grundvelli kynþáttar. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Phoenix í Bandaríkjunum en þá gaf áhafnarmeðlimur sig á tal við mennina og bað þá vinsamlegast að ganga frá borði. Þess ber að geta að mennirnir þekktust ekki og voru ekki að ferðast saman. Mennirnir áttuðu sig fljótlega á því að verið að var að vísa öllum svörtum karlmönnum úr vélinni en þeir voru átta talsins. Þegar úr vélinni var komið var þeim sagt að karlkyns flugþjónn hefði kvartað undan líkamslykt. „Það er ekkert sem skýrir þetta annað en hörundslitur okkar,“ segir í yfirlýsingu karlanna þriggja; Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph og Xavier Veal. Þeim hafi augljóslega verið mismunað á grundvelli kynþáttar. Tilraun var gerð af hálfu starfsmanna American Airlines til að finna annað flug fyrir mennina en þegar það hafðist ekki var þeim leyft að ganga aftur um borð. Í millitíðinni hafði flugmaðurinn tilkynnt það í gegnum hljóðkerfi vélarinnar að það væru tafir á brottför vegna „líkamslyktar“. Mennirnir segjast hafa upplifað djúpstæða skömm, niðurlægingu og reiði, bæði þegar þeir gengu aftur um borð og tóku sér sæti meðal hvítra farþeganna sem störðu á þá og þegar þeir neyddust til að eiga í samskiptum við flugþjónin sem hafði kvartað. Joseph segir ótrúlegt að atvik á borð við þetta séu enn að eiga sér stað árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem American Airlines hefur verið sakað um kynþáttafordóma en mannréttindasamtökin NAACP gáfu út viðvörun árið 2017 þar sem svartir voru hvattir til þess að forðast að fljúga með félaginu. Umfjöllun BBC. Bandaríkin Fréttir af flugi Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Mennirnir segja um að ræða mismunun á grundvelli kynþáttar. Atvikið átti sér stað á flugvellinum í Phoenix í Bandaríkjunum en þá gaf áhafnarmeðlimur sig á tal við mennina og bað þá vinsamlegast að ganga frá borði. Þess ber að geta að mennirnir þekktust ekki og voru ekki að ferðast saman. Mennirnir áttuðu sig fljótlega á því að verið að var að vísa öllum svörtum karlmönnum úr vélinni en þeir voru átta talsins. Þegar úr vélinni var komið var þeim sagt að karlkyns flugþjónn hefði kvartað undan líkamslykt. „Það er ekkert sem skýrir þetta annað en hörundslitur okkar,“ segir í yfirlýsingu karlanna þriggja; Alvin Jackson, Emmanuel Jean Joseph og Xavier Veal. Þeim hafi augljóslega verið mismunað á grundvelli kynþáttar. Tilraun var gerð af hálfu starfsmanna American Airlines til að finna annað flug fyrir mennina en þegar það hafðist ekki var þeim leyft að ganga aftur um borð. Í millitíðinni hafði flugmaðurinn tilkynnt það í gegnum hljóðkerfi vélarinnar að það væru tafir á brottför vegna „líkamslyktar“. Mennirnir segjast hafa upplifað djúpstæða skömm, niðurlægingu og reiði, bæði þegar þeir gengu aftur um borð og tóku sér sæti meðal hvítra farþeganna sem störðu á þá og þegar þeir neyddust til að eiga í samskiptum við flugþjónin sem hafði kvartað. Joseph segir ótrúlegt að atvik á borð við þetta séu enn að eiga sér stað árið 2024. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem American Airlines hefur verið sakað um kynþáttafordóma en mannréttindasamtökin NAACP gáfu út viðvörun árið 2017 þar sem svartir voru hvattir til þess að forðast að fljúga með félaginu. Umfjöllun BBC.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mannréttindi Black Lives Matter Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira