Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 20:56 Bolvíkingum er brugðið vegna málsins. Vísir/Arnar Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent