Bíða krufningar til að varpa ljósi á atburðarásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 20:56 Bolvíkingum er brugðið vegna málsins. Vísir/Arnar Sambýlisfólk á sjötugsaldri sem fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögregla fékk ábendingu um málið. Lögreglustjórinn segir krufningu geta leitt í ljós hvort eitthvað saknæmt átti sér stað, og hvenær fólkið lést. Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Lögreglunni barst ábending frá íbúa í bænum um kvöldmatarleytið í gær, um að ekki væri allt með felldu í húsinu. Lögreglan braut sér í kjölfarið leið inn um glugga, þar sem húsið var læst. „Við köllum síðan, þegar við sjáum hvernig þetta lítur út, eftir aðstoð frá tæknideild. Það komu tveir menn frá tæknideild og svo kom réttarmeinafræðingur á staðinn,“ segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum Vettvangsrannsókn lauk í nótt, en Helgi segist ekki geta gefið upp hvers eðlis ábendingin sem barst var. Enginn með réttarstöðu sakbornings Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að eins og staðan væri benti ekkert til þess að saknæmur atburður hefði átt sér stað. „Eins og vettvangurinn leit út þá teljum við að það séu ekki miklar líkur á því. En við vitum það ekki almennilega fyrr en krufningin er búin. Þegar við fáum niðurstöður krufningarinnar, þá getum við sagt meira.“ Því sé enginn með réttarstöðu sakbornings á þessari stundu. Helgi gat ekki tjáð sig um hvort vopn hefði fundist á vettvangi, né hversu langt er síðan fólkið lést. „En væntanlega mun krufningin líka leiða það betur í ljós.“ Lík fólksins hafa þegar verið flutt til Reykjavíkur til krufningar, sem verði vonandi í þessari viku. Mikilvægt að tala um hlutina og standa saman Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir Bolvíkingum brugðið vegna málsins. „Þetta eru náttúrulega mikil tíðindi í okkar friðsæla litla samfélagi. Og nú tekur kannski það við að halda utan um hvort annað, þétta raðirnar og huga að þeim sem eiga um sárt að binda. Það er mikilvægast verkefni okkar, þessa stundina,“ segir Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri. Eðlilega vakni upp sterkar tilfinningar hjá fólki, sama hvort það tengist málinu með beinum hætti eða ekki. „Þá er mjög mikilvægt að halda utan um hvort annað og tala um hlutina.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16 Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28. maí 2024 14:16
Andlát til rannsóknar í Bolungarvík Í hádegifréttum verður rætt við bæjarstjórann í Bolungarvík vegna máls sem kom upp í bænum í gær. 28. maí 2024 11:37