Katrín græði stórum á vangetu kjósenda til að kjósa taktískt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 18:11 Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans. Vísir/Vilhelm Ritstjóri segir Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda græða stórum á að erfitt geti reynst kjósendum að kjósa taktískt. Niðurstaðan yrði allt önnur ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti. Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan. Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Samfélagsrýnarnir Ólöf Skaftadóttir fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, Snorri Másson ritstjóri Ritstjórans og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndasmiður ræddu stöðuna í kosningabaráttunni í Pallborðinu á Vísi fyrr í dag. Örn Úlfar segir áhugavert að ætli kjósandi að reyna að kjósa taktískt, gegn einhverjum einum frambjóðanda, sé úr vöndu að ráða. En hvað þýðir að kjósa taktískt? „Ólafur Þ. Harðarson hefur verið að tala um þetta. Íslendingar geta ekki komið sér saman um að kjósa taktískt. Þeir eru of hjartahreinir,“ segir Snorri. Hann bendir á að þegar Vigdís vann kosningarnar 1980 hafi hún unnið með 33 prósent atkvæða, Guðlaugur Þorvaldsson hafi fengið 32 prósent, en hinir tveir nítján og fjórtán prósent atkvæða. „Þótt að allir vissu að þetta væri bara milli Vigdísar og Guðlaugs, þá fara nítján prósent atkvæða til eins og fjórtán prósent atkvæða til hins. Það sýni að Íslendingar, alla vega árið 1980, voru ekki tilbúnir til þess að kjósa gegn einhverjum einum. „Augljóslega, ef menn gætu borið saman bækur sínar með áhrifaríkari hætti og stillt saman strengi, þá yrði niðurstaðan allt önnur. Þannig að núna er Katrín að græða stórum á þessum,“ segir Snorri. Ekki komið á óvart hefði Jón Gnarr hætt við Þá kastar Örn því fram að mögulega hafi frambjóðendur verið að vona fram á síðustu stundu að mótframbjóðandi myndi hætta við. „Og það hefði ekki komið mér á óvart hefði Jón Gnarr gætt við. Það náttúrlega kom skýrt fram að það var brjálað að gera hjá honum. Nóg annað að gera,“ segir Örn og bendir á hve stöðugt fylgi hans hefur verið, í kring um tíu til tólf prósent. „Sem maður ímyndar sér að hann sætti sig ekki við.“ Viðmælendurnir voru þó sammála um að það blasi ekki við hvern Jón myndi styðja drægi hann framboðið sitt til baka. Þrátt fyrir það sé ljóst hvern hann myndi ekki styðja. „Hann hefur velt mikið undan Katrínu,“ segir Snorri. „Hann er líka langmesta ólíkindatólið í þessari baráttu og maður sæi það fyrir sér að hann myndi reyna að snúa þessu við á einhvern ævintýralegan hátt í lokin,“ skýtur Ólöf inn í. Aðspurð segja þau ólíklegt að einhver frambjóðenda muni hætta við á lokametrunum. Örn bendir á að þegar sé búið að prenta kjörseðlana þannig að hætti frambjóðandi við verði nafn hans þrátt fyrir það á seðlinum. „Þú hefur engu að tapa úr þessu. Það er ábyggilega búið að borga reikningana fyrir birtingarnar út vikuna,“ segir Ólöf. Pallborðið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Pallborðið Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira