Kristján hennar Höllu Hrundar stefnir á fyrsta lanið á Bessastöðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2024 10:32 Kristján mætti um helgina til félagana í Fragginu, þeirra Tomma og Jón Þórs og ræddi sögu rafíþrótta á Íslandi. Þeir félagar lýsa einmitt Ljósleiðaradeildinni hér á landi. Kristján Freyr Kristjánsson framkvæmdastjóri 50skills og eiginmaður Höllu Hrundar Logadóttur forsetaframbjóðanda var eitt sinn einn besti Counter-Strike spilari landsins. Hann rifjaði upp gamla takta um helgina og stefnir á að skipuleggja fyrsta LAN-ið á Bessastöðum. „Ég var ansi virkur á þessu sviði fyrir um tuttugu árum síðan,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson í samtali við Vísi. Hann tók þátt í rafíþróttaviðburði sem sýndur var í beinni á Twitch um helgina. Kristján segir nýsköpun í dag eiga hug hans allan og telur að forseti geti skipt sköpum þegar það kemur vexti gervigreindar hér á landi. Sigurganga Kristjáns í Counter-Strike er rifjuð upp á Instagram síðunni CS Nostalgían, ef myndin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by CS Nostalgían (@cs_nostalgian) Fór á heimsmeistaramót eftir Skjálfta „Á þessum tíma voru reglulega haldin mót í Counter-Strike sem hét Skjálfti. Ég held að ég hafi unnið flesta Skjálfta af öllum, einhver tíu mót, þannig maður var ansi virkur. Svo fórum við á tvö heimsmeistaramót fyrir rúmum tuttugu árum síðan,“ segir Kristján léttur í bragði. Hann fór í viðtal um sögu rafíþrótta hér á landi í gær og rifjar upp að hann hafi meðal annars verið landsliðsþjálfari um tíma. Einn af vinsælustu leikjunum hafi farið fram árið 2003 og þá hafi um tvöhundruð þúsund manns fylgst með, sem á sínum tíma þóttu risatölur. „Ég var í liði sem hét MurK, svona eins og Valur og Fylkir og hét því MurK-Krissi í leiknum. Ég man að við fórum á heimsmeistaramótið í Kaupmannahöfn og þá lenti ég í því að við vorum að kaupa okkur skó á Strikinu og maðurinn í búðinni gaf okkur allt í einu afslátt,“ segir Kristján hlæjandi. Kristján og félagar voru meðal annars sigurvegarar Stjörnuskjálfta árið 2003: View this post on Instagram A post shared by CS Nostalgían (@cs_nostalgian) „Þá bara vissi hann hver ég var, maðurinn í skóbúðinni. Þetta var ákveðin vitundarvakning þarna. Svo endaði þetta með því að ég fékk atvinnumannatilboð, að fara í þetta í fullu starfi, búa til samsett lið frá nokkrum löndum og starfa við þetta. En þá setti ég skóna á hilluna og fór frekar í háskóla að læra stjórnmálafræði.“ Kristján rifjar upp þegar sagt var við hann á þessum tíma að þetta væri ekki eins og að spila á hljóðfæri eða fótbolta. Tölvuleikir komi og fari, Counter-Strike yrði aldrei til eftir tuttugu ár. „Þú ert að fara að sérhæfa þig í einhverju sem engum á eftir að finnast neitt spennandi!“ Mér fannst þetta mjög lógískt,“ segir Kristján sem hætti að spila. „En núna sé ég að þetta er vinsælasti leikurinn enn þann dag í dag.“ Frá tölvuleikjum til nýsköpunar Kristján bendir á að hann hafi búið lengi að tölvuleikjaspiluninni síðar meir. Fyrirtæki hans 50skills hafi meðal annars verið stofnað af fimm gömlum rafíþróttafélögum, sem fyrst um sinn hafi haldið í sitthvora áttina en náðu svo saman að nýju í nýsköpunargeiranum. Kristján mætti á sérstakan rafíþróttaviðburð á Arena um helgina og rifjaði upp gamla takta. Þar fékk hann að spila með mörgum af bestu leikmönnum landsins í tíu manna hópi. „Mér leið nú pínu eins og ég væri gamall spilari, fimmtíu kílóum of þungur að snúa aftur í fótboltann“ segir Kristján hlæjandi. „Ég var náttúrulega langlélegastur, skal taka það fram en mitt lið náði samt að vinna leikinn, það tókst að tala kjark í mannskapinn og vinna þetta upp þannig það var nokkur spenna í því.“ Horfa má á Kristján rifja upp gamla takta um helgina í streymi hér fyrir neðan, þá fer Kristján yfir sögu rafíþrótta á mínútu 1:18:40. Sérðu fyrir þér að halda reglulega Lan mót á Bessastöðum? „Við erum búin að koma með það loforð að halda fyrsta Lan-ið á Bessastöðum. Það yrði auðvitað gert af ákveðinni virðingu. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að besta liðið á Íslandi í einhverri tiltekinni rafíþrótt fái kannski að mæta þangað og spila leik við sérstakt tilefni. Það er orðið tímabært að hrósa öllu því góða starfi sem er í rafíþróttum í dag. Þetta á ekki að vera tabú.“ Kristján segir þau Höllu Hrund einnig sjá fyrir sér að forsetinn geti stutt landslið Íslands í rafíþróttum til ráða og dáða. Fólk átti sig kannski ekki á því hvað rafíþróttir séu orðnar stórar úti um allan heim. Kristján segir magnað að sjá hvað umhverfi rafíþrótta hefur breyst mikið hér á landi undanfarin ár. Starfið sé komið til íþróttafélaga sem leggi áherslu á heilbrigðan lífsstíl og aðrar æfingar með. „Þetta finnst mér vera miklar framfarir. Í stað þess að þetta sé kannski eitthvað sem menn fela eða þora ekki að tala um, þá er þetta komið meira á yfirborðið og borin virðingu fyrir þessu eins og öðru sem við gerum, hvort sem það er skák eða aðrar íþróttir.“ Kristján var hrifinn af því að vera með AVP sniper og Desert Eagle skammbyssu á sínum tíma í Counter Strike. Spurður hver voru hans uppáhalds vopn í leiknum stendur ekki á svörum: „Ég hafði mjög gaman af því að nota AVP, það var mitt helsta vopn og svo náttúrulega var ég með Desert Eagle, AK og Colt-inn. Þetta var mitt „forte,“ segir Kristján léttur í bragði. Hann segir að Dust, Nuke og Inferno hafa verið meðal sinna uppáhalds borða í leiknum. Rafíþróttareynslan reynst vel Kristján segir alveg ljóst að þeir sem stundi rafíþróttir muni búa að því lengi, meðal annars í hugbúnaðargerð. Rifjar Kristján upp áhuga sinn á nýsköpun og segir gervigreind meðal annars verða ein af stærstu áskorunum næsta forseta. Kristján starfar nú sem framkvæmdastjóri 50skills og segir alveg ljóst að rafíþróttareynslan hafi haft mikil áhrif á hann til góðs og nýst honum á vettvangi nýsköpunar þar sem Kristján hefur komið víða við, meðal annars hjá Klak Icelandic Startup og Meniga og kennt nýsköpun í HR. Hann segist hafa vitað sem var að ákveðið flækjustig væri við ráningar- og verkferla sem tengist því að virkja nýtt starfsfólk á vinnustöðum. „Ég fór því af stað að setja saman öflugt teymi til að stofna mitt eigið sprotafyrirtæki. Stuttu seinna vorum við fimm öflugir meðstofnendur komnir saman. Allt þaulreyndir rafíþróttamenn úr Counter-strike og Quake 3, flestir úr mínu gamla liði MurK.“ Hann segir starfsemina hafa verið mikið ævintýri, í dag starfi sautján manns hjá félaginu, þar af fjórir í Bretlandi. Kristján segir traustið sem skapast hafi í tölvuleikjunum milli þeirra félaga spilað lykilhlutverk í þrautseigjunni. Kristján ræddi sögu rafíþrótta í lengra mæli í hlaðvarpsþættinum Fraggið. Forsetakosningar 2024 Rafíþróttir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
„Ég var ansi virkur á þessu sviði fyrir um tuttugu árum síðan,“ segir Kristján Freyr Kristjánsson í samtali við Vísi. Hann tók þátt í rafíþróttaviðburði sem sýndur var í beinni á Twitch um helgina. Kristján segir nýsköpun í dag eiga hug hans allan og telur að forseti geti skipt sköpum þegar það kemur vexti gervigreindar hér á landi. Sigurganga Kristjáns í Counter-Strike er rifjuð upp á Instagram síðunni CS Nostalgían, ef myndin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna. View this post on Instagram A post shared by CS Nostalgían (@cs_nostalgian) Fór á heimsmeistaramót eftir Skjálfta „Á þessum tíma voru reglulega haldin mót í Counter-Strike sem hét Skjálfti. Ég held að ég hafi unnið flesta Skjálfta af öllum, einhver tíu mót, þannig maður var ansi virkur. Svo fórum við á tvö heimsmeistaramót fyrir rúmum tuttugu árum síðan,“ segir Kristján léttur í bragði. Hann fór í viðtal um sögu rafíþrótta hér á landi í gær og rifjar upp að hann hafi meðal annars verið landsliðsþjálfari um tíma. Einn af vinsælustu leikjunum hafi farið fram árið 2003 og þá hafi um tvöhundruð þúsund manns fylgst með, sem á sínum tíma þóttu risatölur. „Ég var í liði sem hét MurK, svona eins og Valur og Fylkir og hét því MurK-Krissi í leiknum. Ég man að við fórum á heimsmeistaramótið í Kaupmannahöfn og þá lenti ég í því að við vorum að kaupa okkur skó á Strikinu og maðurinn í búðinni gaf okkur allt í einu afslátt,“ segir Kristján hlæjandi. Kristján og félagar voru meðal annars sigurvegarar Stjörnuskjálfta árið 2003: View this post on Instagram A post shared by CS Nostalgían (@cs_nostalgian) „Þá bara vissi hann hver ég var, maðurinn í skóbúðinni. Þetta var ákveðin vitundarvakning þarna. Svo endaði þetta með því að ég fékk atvinnumannatilboð, að fara í þetta í fullu starfi, búa til samsett lið frá nokkrum löndum og starfa við þetta. En þá setti ég skóna á hilluna og fór frekar í háskóla að læra stjórnmálafræði.“ Kristján rifjar upp þegar sagt var við hann á þessum tíma að þetta væri ekki eins og að spila á hljóðfæri eða fótbolta. Tölvuleikir komi og fari, Counter-Strike yrði aldrei til eftir tuttugu ár. „Þú ert að fara að sérhæfa þig í einhverju sem engum á eftir að finnast neitt spennandi!“ Mér fannst þetta mjög lógískt,“ segir Kristján sem hætti að spila. „En núna sé ég að þetta er vinsælasti leikurinn enn þann dag í dag.“ Frá tölvuleikjum til nýsköpunar Kristján bendir á að hann hafi búið lengi að tölvuleikjaspiluninni síðar meir. Fyrirtæki hans 50skills hafi meðal annars verið stofnað af fimm gömlum rafíþróttafélögum, sem fyrst um sinn hafi haldið í sitthvora áttina en náðu svo saman að nýju í nýsköpunargeiranum. Kristján mætti á sérstakan rafíþróttaviðburð á Arena um helgina og rifjaði upp gamla takta. Þar fékk hann að spila með mörgum af bestu leikmönnum landsins í tíu manna hópi. „Mér leið nú pínu eins og ég væri gamall spilari, fimmtíu kílóum of þungur að snúa aftur í fótboltann“ segir Kristján hlæjandi. „Ég var náttúrulega langlélegastur, skal taka það fram en mitt lið náði samt að vinna leikinn, það tókst að tala kjark í mannskapinn og vinna þetta upp þannig það var nokkur spenna í því.“ Horfa má á Kristján rifja upp gamla takta um helgina í streymi hér fyrir neðan, þá fer Kristján yfir sögu rafíþrótta á mínútu 1:18:40. Sérðu fyrir þér að halda reglulega Lan mót á Bessastöðum? „Við erum búin að koma með það loforð að halda fyrsta Lan-ið á Bessastöðum. Það yrði auðvitað gert af ákveðinni virðingu. Við sjáum til dæmis fyrir okkur að besta liðið á Íslandi í einhverri tiltekinni rafíþrótt fái kannski að mæta þangað og spila leik við sérstakt tilefni. Það er orðið tímabært að hrósa öllu því góða starfi sem er í rafíþróttum í dag. Þetta á ekki að vera tabú.“ Kristján segir þau Höllu Hrund einnig sjá fyrir sér að forsetinn geti stutt landslið Íslands í rafíþróttum til ráða og dáða. Fólk átti sig kannski ekki á því hvað rafíþróttir séu orðnar stórar úti um allan heim. Kristján segir magnað að sjá hvað umhverfi rafíþrótta hefur breyst mikið hér á landi undanfarin ár. Starfið sé komið til íþróttafélaga sem leggi áherslu á heilbrigðan lífsstíl og aðrar æfingar með. „Þetta finnst mér vera miklar framfarir. Í stað þess að þetta sé kannski eitthvað sem menn fela eða þora ekki að tala um, þá er þetta komið meira á yfirborðið og borin virðingu fyrir þessu eins og öðru sem við gerum, hvort sem það er skák eða aðrar íþróttir.“ Kristján var hrifinn af því að vera með AVP sniper og Desert Eagle skammbyssu á sínum tíma í Counter Strike. Spurður hver voru hans uppáhalds vopn í leiknum stendur ekki á svörum: „Ég hafði mjög gaman af því að nota AVP, það var mitt helsta vopn og svo náttúrulega var ég með Desert Eagle, AK og Colt-inn. Þetta var mitt „forte,“ segir Kristján léttur í bragði. Hann segir að Dust, Nuke og Inferno hafa verið meðal sinna uppáhalds borða í leiknum. Rafíþróttareynslan reynst vel Kristján segir alveg ljóst að þeir sem stundi rafíþróttir muni búa að því lengi, meðal annars í hugbúnaðargerð. Rifjar Kristján upp áhuga sinn á nýsköpun og segir gervigreind meðal annars verða ein af stærstu áskorunum næsta forseta. Kristján starfar nú sem framkvæmdastjóri 50skills og segir alveg ljóst að rafíþróttareynslan hafi haft mikil áhrif á hann til góðs og nýst honum á vettvangi nýsköpunar þar sem Kristján hefur komið víða við, meðal annars hjá Klak Icelandic Startup og Meniga og kennt nýsköpun í HR. Hann segist hafa vitað sem var að ákveðið flækjustig væri við ráningar- og verkferla sem tengist því að virkja nýtt starfsfólk á vinnustöðum. „Ég fór því af stað að setja saman öflugt teymi til að stofna mitt eigið sprotafyrirtæki. Stuttu seinna vorum við fimm öflugir meðstofnendur komnir saman. Allt þaulreyndir rafíþróttamenn úr Counter-strike og Quake 3, flestir úr mínu gamla liði MurK.“ Hann segir starfsemina hafa verið mikið ævintýri, í dag starfi sautján manns hjá félaginu, þar af fjórir í Bretlandi. Kristján segir traustið sem skapast hafi í tölvuleikjunum milli þeirra félaga spilað lykilhlutverk í þrautseigjunni. Kristján ræddi sögu rafíþrótta í lengra mæli í hlaðvarpsþættinum Fraggið.
Forsetakosningar 2024 Rafíþróttir Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira