Innlent

Höfðu af­skipti af manni sem var að „bera sig og hrista“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti fjölbreyttum útköllum í nótt.
Lögregla sinnti fjölbreyttum útköllum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur óvenjuleg tilkynning í gærkvöldi og nótt þar sem greint var frá manni sem var að „bera sig og hrista“ í póstnúmerinu 108.

Virðist maðurinn hafa verið handtekinn en honum var sleppt að loknum viðræðum við varðstjóra, að því er segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni vaktarinnar.

Lögreglu barst einnig tilkynning um menn sem voru sagðir sveifla loftbyssum í miðborginni og hleypa af skotum. Engar frekari upplýsingar er að finna um atvikið í yfirlitinu.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í Kópavogi og skemmdarverk í Garðabæ þar sem rúður voru brotnar. Þá barst tilkynning um eld í bifreið í miðborginni, sem reyndist minniháttar, og innbrot í geymslur í póstnúmerinu 105. Eigendur voru að heiman en reiðhjóli stolið.

Lögregla hafði einnig uppi á einstakling sem hafði stungið af án þess að greiða fargjald leigubifreiðar. Á hann von á kæru vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×