Lífið

Springsteen aflýsir nokkrum tón­leikum af heilsu­fars­á­stæðum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum.
Bandaríski rokksöngvarinn Bruce Springsteen hefur aflýst tónleikum sínum sem áttu að fara fram í borginni Greensboro í Norður-Karólínuríki um helgina af pólitískum ástæðum. Vísir/Getty

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bruce Springsteen hefur neyðst til þess að aflýsa tónleikaferðalagi um Evrópu eftir að læknar vöruðu hann við því að það gæti haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu hans. 

Í gær, laugardag, var tónleikum hans í Marseille í Frakklandi aflýst vegna „raddvandamáls,“ eins og sagði í tilkynningu. Frekari læknisskoðun hafi leitt í ljós að Springsteen skyldi ekki koma fram næstu tíu daga. 

Hins vegar er búist við því að Springsteen stígi aftur á svið síðar í júnímánuði í Madríd á Spáni, að því er fram kemur í frétt Mirror um málið. 

Auk tónleikanna í Frakklandi hefur tónleikum hans í Prag í Tékklandi og Mílanó á Ítalíu verið aflýst. Nýjum dagsetningum verður komið fyrir í dagatalinu.

„Bruce er að ná sér á strik á ný, hann og E Street bandið hlakka til að hefja tónlieikaferðalagið á ný í Madríd“ segir auk þess í tilkynningu frá teymi Springsteen. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×