Dæmi um að börn þori ekki út í frímínútur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2024 19:16 Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Vísir/Rúnar Foreldrafélög grunnskóla í Hafnarfirði hafa stóreflt foreldrarölt vegna manns sem veist hefur að börnum. Börn eru mörg hver afar slegin vegna málsins. Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Fyrir helgi var greint frá því að lögregla hefði hert leit að manni sem veist hefur að börnum í Hafnarfirði, alls fjórum sinnum. Fyrsta atvikið átti sér stað við Víðistaðatún í upphafi mánaðar. Viku síðar kom upp mál við Engidalsskóla, fyrir rúmri viku var karlmaður sagður hafa elt barn og boðið því nammi. Síðastliðinn miðvikudag veittist maður að stúlku á göngustíg skammt frá Víðistaðaskóla. Skipta sér niður á skólalóðina Foreldrafélag Víðistaðaskóla hefur stóreflt foreldrarölt sitt vegna málsins, á meðan lögregla leitar mannsins. „Við ákváðum að gera það á fimmtudaginn í síðustu viku og skipulögðum foreldrarölt. Við erum að hittast hér við inngang Víðistaðaskóla hálf átta á morgnana, kannski sex til átta foreldrar, og skiptum okkur niður á skólalóðina og erum til staðar börnin okkar,“ segir Björn Páll Fálki Valsson, formaður foreldrafélags Víðistaðaskóla. Fleiri foreldrafélög hafi gert sams konar ráðstafanir. „Ég veit að foreldrafélag Engidalsskóla gerði þetta líka, ákvað að hafa foreldravakt að morgni og líka seinni partinn. Það er eitthvað sem við munum skoða líka, hvort það sé þörf á því.“ Börnin mætist á miðri leið Björn á sjálfur þrjú börn í Víðistaðaskóla, og segir málið hafa mjög slæm áhrif á foreldra. „Þeir foreldrar sem eiga þessi börn sem hafa lent í þessu, ég hef rætt aðeins við þau. Þau eru mjög slegin, þetta er mjög erfitt fyrir þau.“ Börnin í skólanum séu afar meðvituð um málið, og finnist það óþægilegt. „Skólastjórinn sagði fyrir helgi að sum börn hafi bara brostið í grát og meira að segja ekki viljað fara út í frímínútur, sem er mjög leiðinlegt. Ég veit að skólinn hefur aukið eftirlit í frímínútum, það fara fleiri kennarar út, og við þökkum kærlega fyrir það. Ég veit að mörg börnin eiga erfitt með að labba til vina sinna, bara núna um helgina. Þau hafa þá gert það að labba á móti hvort öðru eða fengið eldra systkini með. Þannig að þetta er allt mjög skrýtið,“ segir Björn. Foreldrar voni að maðurinn náist, og komist undir læknis hendur. „Við vitum að lögreglan hefur stóraukið eftirlit hérna, við höfum séð þá, bæði einkennisklæddir og óeinkennisklæddir hér í kringum skólann, og tekið röltið með okkur á foreldravaktinni. Við þökkum fyrir það.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Lögreglumál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira