Fótbolti

Bæði lið stóðu heiðurs­vörð og Toni Kroos tolleraður í leiks­lok

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Leikmenn Real Madrid klæddust treyju Toni Kroos. Leikmenn Real Betis vottuðu virðingu sínu sömuleiðis.
Leikmenn Real Madrid klæddust treyju Toni Kroos. Leikmenn Real Betis vottuðu virðingu sínu sömuleiðis. Diego Souto/Getty Images)

Heiðursvörður var staðinn fyrir Toni Kroos sem spilaði í gær sinn síðasta leik á Santiago Bernabéu.

Kroos gaf það óvænt út á dögunum að hann myndi leggja skóna á hilluna að loknu Evrópumóti í sumar.

Á tíma sínum hjá Real Madrid hampaði hann alls 22 titlum og getur bætt enn bætt einum svoleiðis við næsta laugardag þegar Madrídingar leika til úrslita Meistaradeildarinnar gegn Borussia Dortmund.

Hann gengur frá fótboltanum sem lifandi goðsögn, einn sigursælasti leikmaður allra tíma og af mörgum talinn einn besti miðjumaður sinnar kynslóðar. 

Það var því vel við hæfi að Madrídingar stæðu heiðursvörð fyrir dyggan þegn, Real Betis bar hins vegar engin skylda til þess en gerðu það samt af virðingu við Kroos og allt sem hann hefur afrekað.

Toni Kroos tolleraður í leikslokDiego Souto/Getty Images

Real Betis var öruggt í 7. sæti, Madrídingar auðvitað löngu búnir að tryggja sér Spánarmeistaratitilinn og það var því að litlu að spila, lokatölur 0-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×