Fótbolti

Þjálfari Lyngby reif sig úr að ofan og fagnaði af ein­stakri á­kefð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
David Nielsen flexar byssurnar fyrir stuðningsmenn Lyngby.
David Nielsen flexar byssurnar fyrir stuðningsmenn Lyngby.

Það er ekki oft sem helflúraðir þjálfarar rífa sig úr að ofan og tryllast af gleði en David Nielsen, þjálfari Íslendingaliðsins Lyngby, fer sínar eigin leiðir í fagnaðarlátum.

Gleðin var eðlilega við völd þegar annað tímabilið í röð átti Lyngby frábæran endasprett og tryggði sér áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni.

Lyngby komst upp úr fallsæti í næst síðustu umferðinni þegar Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk á sjö mínútum og Andri Lucas eitt undir lokin til að tryggja liðinu 3-1 sigur gegn Viborg.

Þeim dugði því jafntefli gegn neðsta liði deildarinnar, Hvidovre, í gær til að halda sér uppi. Sem þeir gerðu, 0-0 lokaniðurstaða leiks.

Það mátti sjá að leikmenn og stuðningsmenn höfðu mjög gaman að þessu uppátæki þjálfarans sem má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan. Þess má svo til gamans geta að hann virðist sá eini af leikmönnum og þjálfurum sem fannst tilefni til að fara úr bolnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×