Óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. maí 2024 19:53 Brimbrettasamfélagið á Íslandi óttast að landfyllingin muni stofna íslenskri brimbrettamenningu í hætt. Hér má sjá brimbrettakappa við Seltjarnarnes. Mynd tengist því frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Íslenskir brimbrettakappar hafa verulegar áhyggjur af áhugaleysi bæjarstjórnar í Ölfusi á áhrifum fyrirhugaðrar landfyllingar á einstaka öldu við Hafnarnesvita. Þeir óttast eyðileggingu íslenskrar brimbrettamenningar. Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag. Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Fyrirhuguð landfylling við suðurvararbryggju í Þorlákshöfn er nú í umsagnarferli eftir að breytingar voru gerðar á aðalskipulagi hafnarinnar. Bæði stendur til að lengja höfnina og færa hana sunnar, í átt að Hafnarnesvita. Á svæðinu milli vitans og hafnarinnar er nú ein besta alda landsins, sem brimbrettakappar segja víst að skemmist við landfyllinguna. Einbeittur brotavilji til að eyðileggja griðastað „Við erum vissulega mjög ósátt með að það þurfi að eyðileggja hana núna þegar við vitum að það eru aðrar lausnir til, sem við höfum lagt fram ásamt bæjarstjórn og minnihlutanum í Ölfusi,“ segir Ólafur Pálsson, stjórnarmaður í Brimbrettafélagi Íslands. Hann segir Brimbrettafélagið síður en svo mótfallið uppbyggingu Þorlákshafnar eða stækkun Hafnarinnar. „Þessi viðlegukantur sem á að fara yfir ölduna, honum er hægt að koma fyrir annars staðar. Það er hægt að byggja hann öðruvísi. Það er eins og það sé ákveðinn vilji til að eyðileggja þennan griðastað, þetta útivistarsvæði sem er í bakgarðinum hjá þessum bæ,“ segir Ólafur. 134 hafa skilað umsögn inn í samráðsgátt, þar á meðal brimbrettakappar, vegagerð og skipulagsstofnun. Í umsögn Vegagerðarinnar er tekið undir sjónarmið brimbrettakappa og kallað eftir frekari rannsóknum. „Meirihlutanum í Ölfusi virðist vera tiltölulega slétt sama um þennan málstað, því miður,“ segir Ólafur. Aldan einstök á heimsmælikvarða „Þessi alda í Þorlákshöfn er í rauninni grundvallarforsenda fyrir því að brimbrettaiðkun geti þrifist á Íslandi. Hún bæði virkar í flóði og fjöru, heldur mikilli stærð og er sömuleiðis góð fyrir byrjendur þannig þetta er sá staður fyrir grasrót íþróttarinnar að byrja á brimbrettum,“ segir Ólafur. „Ef hún hverfur erum við ansi hrædd um að þessi íþrótt hverfi frá landinu,“ segir hann að lokum. Heimildarmynd um baráttu Brimbrettafélagsins fyrir verndun öldunnar verður frumsýnd í Bíó Paradís næstkomandi þriðjudag.
Ölfus Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Aldan í Þorlákshöfn Tengdar fréttir Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09 Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum. 2. nóvember 2023 20:09
Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum. 8. október 2023 23:12