Lífið

78 snúninga plötu­spilarar frá 1916 og 1933 í Skógum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hér er Sigurður við plötuspilarann og útvarpið frá 1933, sem hann hefur líka gert upp með félögum sínum og fært Samgöngusafninu í Skógum til varðveislu. Virkilega falleg mupla.
Hér er Sigurður við plötuspilarann og útvarpið frá 1933, sem hann hefur líka gert upp með félögum sínum og fært Samgöngusafninu í Skógum til varðveislu. Virkilega falleg mupla. Magnús Hlynur Hreiðarsson

78 snúninga plötuspilarar frá 1916 og annar frá 1933 vekja nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu í Skógum undir Eyjafjöllum en rafeindavirki tók að sér að gera þá upp og færa safninu.

Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að hafa gert plötuspilarann upp og fært safninu til varðveislu.

„Ég veit ekkert hvert átti þennan spilara, hann var bara í safni útvarpsins, sem við björguðum”, segir Sigurður.

Og hvaða plötu ertu með á núna, eru það Dúmbó og Steini?

„Nei, þessi plata er síðan 1918, það var nú ekkert ártal á henni en einhvers staðar fann ég yfir hana, hún er sem sagt ekki Dúmbó og Steini,” segir Sigurður hlæjandi.

Spilarinn er nú til sýnis á safninu og vekur þar mikla athygli gesta. 

Hljómplata á 1916 plötuspilaranum en hann þarf að trekkja í gang svo platan spilist.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En svo er annar og ekki síður merkilegur plötuspilari og reyndar útvarp líka, sem Sigurður og félagar hans gerðu líka upp en sú græja er frá 1933 og kostaði eins og amerískur fólksbíll. Kaupandinn var Tómas Tómasson stofnandi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar á sínum tíma.

„Og þetta útvarp er svo vandað, þetta er allt úr kopar og allt krómað verkið. Þetta er 14 lampa tæki og til að ná öllum þessum næmleika, sem hægt hefur verið að ná út úr því þá hefur þetta verið skermað svona vel. Hann hefur elst vel enda er þetta bara dýrgripur,” segir Sigurður.

Sigurður við 78 snúninga plötuspilarann í Skógum, sem hann hefur gert upp og virkar nú eins og besti plötuspilari.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða safnsins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×