Lífið

Edda Falak á von á dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Edda Falak á von á sínu fyrsta barni með kærastanum Kristjáni.
Edda Falak á von á sínu fyrsta barni með kærastanum Kristjáni. Vísir/Vilhelm

Edda Falak baráttukona og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eiga von á dreng. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. 

Edda hefur leitað ráða frá fylgjendum sínum á Intagram hvaða vörur sé nauðsynlegt að eiga fyrir ungabörn. 

„Eftir að hafa verið í svefnpælingum þá skilst mér að sérfræðingar séu ekki að mæla með að börn undir eins árs sofi með sæng, teppi og kodda vegna köfnunarhættu. Fyrir mig er þetta frábær lausn,“ skrifar Edda og deilir mynd af svefnpoka fyrir ungabörn þar sem gefur til kynna að hún eigi von á dreng:

„Fyrir utan hvað þetta er krúttlegt að þá verður hann vel pakkaður og öruggur.“

Edda og Kristján kynntust þegar Edda flutti til Íslands frá Kaupmannahöfn í júlí 2020 og urðu þau þá strax ástfangin. Edda var á þeim tímapunkti nýkomin úr öðru sambandi og sagði hún því tímann ekki hafa verið réttan. Parið opinberaði samband sitt vorið 2021.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×