„Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Stefán Árni Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 24. maí 2024 14:27 Egill Ólafsson hreyfir sig daglega. Einar Árnason Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Þessi margbrotni listamaður sem á blómlegan feril að baki í tónlist og leiklist tekur lífinu með bros á vör þótt síðustu misseri hafi hann glímt við Parkinson sjúkdóminn. „Ég held því fram að þetta sé hreinasta gatan í Reykjavík. Ég tek allt svona upp og er mikið á höttunum á eftir plastglösunum en þau eru ekki í dag þar sem helgin er liðin,“ segir Egill þegar hann hitti Heimi Má Pétursson í miðborg Reykjavíkur í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Einar Árnason „Þetta fýkur allt út á sjó. Þetta endar í sjónum, ofan í hvölunum. En það er nú ekki það sem vakir fyrir mér. Þetta er bara til að ég fái hreyfinguna. Ég hreyfi mig alltaf á hverjum degi. Þarf helst að ganga svona tvo til þrjá kílómetra á dag til að vera í þokkalegu standi. Því Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig.“ Og það er ekki bara göngutúrinn heldur einbeitingin á klóna í plokkaranum sem styrkir Egil í baráttunni við Parkann eins og hann kallar sjúkdóminn. Fínhreyfingin hverfur „Fínhreyfingin, fínhreyfingin sem hverfur líka. Parkinn tekur fínhreyfinguna af mönnum. Menn geta ekki hneppt tölum og svona, rent upp buxnaklaufum og farið í sokka. Þá fer fínhreyfingin.“ Egill fer með aðalhlutverkið í Snertingu, nýrri kvikmynd Baltasar Kormáks eftir bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem forsýnd var í vikunni og kemur til almennra sýninga rétt fyrir mánaðamót. Kristófer persóna Egils eltir ástina þvert yfir heiminn og vegna veikindanna reyndu langir vinnudagar og ferðalög á Egil, sem segir okkur frá því að hann hafi vaknað með fyrsta skjálftakastið þá um morguninn. Maður þarf að læra að treysta líka „Hann er eitthvað að þróast. Ég held að þetta geti líka bara verið þreyta. Undir álagi verður þetta oft meira áberandi. - Búið að ganga mikið á náttúrlega og sýna myndina? - Sýna myndina og maður fór í gegnum ákveðinn prósess þar. Ég var stressaður yfir þessu. Hafði ekki séð neitt en svo róaðist ég nú þegar ég sá að þetta var allt í góðum málum og í góðum höndum. Maður þarf að læra að treysta líka. Það er nú erfitt fyrir mann eins og mig. - Þú ert vanur að stjórna því sem þú gerir. - Stjórna frá A til Ö. Menn verða að læra það, það er mikil lexía.“ Heimir spyr Egil hvort hann sé fullkomnunarsinni þegar kemur að sköpun. Einar Árnason Fimmtíu ár í bransanum „Já, ég er dálítið leiðinlegur með það. Ég er svona perfektionalisti að því leytinu til að ég vil gera betur en vel. Það getur verið slæmt að vilja gera betur en vel. Það er best að kunna að hætta þegar hæst stendur. En ég er stundum að þráast við og halda áfram.“ Tónlistarferill Egils hófst fyrir alvöru með Spilverki þjóðanna. Upp úr næstu áramótum eru fimmtíu ár frá því hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið á tónleikum í Norræna húsinu í janúar 1975. „Fimmtíu ár, já. Ég er sjötíu og eins í dag að verða sjötíu og tveggja. Við vorum tuttugu og eins. Rétt rúmlega tvítug og Diddú var náttúrlega yngri. Við vorum bara unglingar.“ En er eitthvað sem Agli þykir vænst um af öllum þessum ferli? „Maður á nú ekki að gera upp á milli barnanna. En það er auðvitað tímabil Þursanna sem var náttúrlega erfiðast og mér þykir vænst um. Það er kannski þess vegna. Það var mjög erfiður tími. Vegna þess að það var diskótími. Tíminn var dálítið á móti okkur en við unnum á því og héldum út. Héldum út í heil þrjú ár. Það var langur tími á þeim tíma og gerðum fínar plötur held ég.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Heilsa Tónlist Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira