Hafa níu mánuði til að svara dómi MDE í talningamálinu Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 13:56 Bjarni Benediktsson heldur áfram vinnu Katrínar Jakobsdóttur um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Vísir/Ívar Fannar Íslensk stjórnvöld hafa níu mánuði til að skila áætlun til fullnustudeildar Evrópuráðsins um þær ráðstafanir sem gripið verður til vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um talningamálið svokallaða. Það kemur fram í svari ráðuneytisins til fréttastofu. Niðurstaða dómstólsins var birt þann 16. apríl en þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að í málinu hafi verið brotið gegn bæði þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu eiga forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið í samtali við Alþingi um framhaldið. Áður hefur verið greint frá því að málið sé til skoðunar hjá skrifstofu Alþingis. Tvær milljónir í bætur Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni sem báðir voru í framboði til Alþingis 2021. Guðmundur datt út af þingi eftir endurtalningu en Magnús var aldrei inni. Íslenska ríkinu var gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Lögmaður þeirra, Sigurður Örn Hilmarsson, sagði í samtali við fréttastofu eftir að dómurinn féll að miðað við niðurstöðu dómstólsins yrði að breyta stjórnarskránni á þann hátt að úrskurðarvald í slíkum málum fari frá Alþingi og til dómstóla. Bjarni heldur áfram vinnu Katrínar Töluverð vinna hefur verið unnin innan forsætisráðuneytisins allt frá árinu 2018 að breytingum á stjórnarskránni. Á vef stjórnarráðsins má sjá yfirlit aðgerða og funda sem haldnir hafa verið á tímabilinu. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að setja eigi af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Þá eigi að efna til samstarfs við fræðasamfélagið og halda áfram vinnu við stjórnarskrárbreytingar frá fyrra kjörtímabili. Vinnan sem þegar hefur verið unnin hefur að mestu verið unnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari frá ráðuneytinu ætlar nýr forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, að halda þeirri vinnu áfram sem hún hóf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur sem breið samstaða er um,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnarskrá Tengdar fréttir „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Niðurstaða dómstólsins var birt þann 16. apríl en þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að í málinu hafi verið brotið gegn bæði þriðju grein fyrsta viðauka sáttmálans um réttinn til frjálsra kosninga og þrettándu grein Mannréttindasáttmála Evrópu um skilvirk réttarúrræði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu eiga forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið í samtali við Alþingi um framhaldið. Áður hefur verið greint frá því að málið sé til skoðunar hjá skrifstofu Alþingis. Tvær milljónir í bætur Málinu var vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu af þeim Magnúsi Davíð Norðdahl og Guðmundi Gunnarssyni sem báðir voru í framboði til Alþingis 2021. Guðmundur datt út af þingi eftir endurtalningu en Magnús var aldrei inni. Íslenska ríkinu var gert að greiða þeim báðum um 13 þúsund evrur í bætur sem samsvarar um tveimur milljónum íslenskra króna. Kvörtun þeirra til dómstólsins laut að annars vegar framkvæmd talningar í kjördæminu og hins vegar að því að þeir hafi ekki haft skilvirka leið til að koma kvörtunum sínum áleiðis. Lögmaður þeirra, Sigurður Örn Hilmarsson, sagði í samtali við fréttastofu eftir að dómurinn féll að miðað við niðurstöðu dómstólsins yrði að breyta stjórnarskránni á þann hátt að úrskurðarvald í slíkum málum fari frá Alþingi og til dómstóla. Bjarni heldur áfram vinnu Katrínar Töluverð vinna hefur verið unnin innan forsætisráðuneytisins allt frá árinu 2018 að breytingum á stjórnarskránni. Á vef stjórnarráðsins má sjá yfirlit aðgerða og funda sem haldnir hafa verið á tímabilinu. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að setja eigi af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Þá eigi að efna til samstarfs við fræðasamfélagið og halda áfram vinnu við stjórnarskrárbreytingar frá fyrra kjörtímabili. Vinnan sem þegar hefur verið unnin hefur að mestu verið unnin undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari frá ráðuneytinu ætlar nýr forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, að halda þeirri vinnu áfram sem hún hóf við endurskoðun stjórnarskrárinnar. „Áfram verður unnið með formönnum stjórnmálaflokka að því að móta breytingartillögur sem breið samstaða er um,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnarskrá Tengdar fréttir „Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14 Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36 Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Leita manns sem er grunaður um stunguárás Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. 16. apríl 2024 23:14
Vafi vegna nýrra kosningalaga ástæða þess að málin voru felld niður Lögreglustjórinn á Vesturlandi telur að ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin kveði ekki á með beinum hætti um skyldu til að innsigla kjörgögn að lokinni talningu í kosningum. Því sé vafi á því hvort að meint brot starfsmanna yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis í síðustu Alþingiskosningum varði refsingu. Sá vafi var túlkaður starfsmönnunum í hag. 14. mars 2022 15:36
Staðfestu kjörbréf allra þingmanna Alþingi staðfesti í kvöld kjörbréf allra þeirra 63 þingmanna sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingi samþykkti tillögu meirihluta kjörbréfanefndar þess efnis og verður því ekki boðað til uppkosningar. 25. nóvember 2021 21:35