„Við þurfum að fá einhver viðbrögð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 23:14 Þeir Magnús og Guðmundur báru sigur úr býtum í Starssborg í dag. skjáskot Guðmundur Gunnarsson og Magnús D. Norðdahl, sem kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna talningamálsins svokallaða kalla eftir viðbrögðum valdhafa sem þeir segja að þurfi að gera málið upp við samvisku sína. Málið snýr að eftirmálum endurtalningar í Norðvesturkjördæmi sem riðlaði til þingsætum. Dómurinn gerir athugasemd við að þingmenn hafi að lokum sjálfir úrskurðað um eigið kjör og að framkvæmdin brjóti gegn rétti til skilvirkra réttarúrræða og frjálsra kosninga. „Í fyrsta lagi þarf að grípa til stjórnarskrárbreytinga þannig að hægt sé að kæra gildi kosninga beint til dóms, frekar en að fara í gegnum Alþingi. Alþingismenn eiga ekki sjálfir að ákveða það hvort kosningar, sem þeir fengu umboð í, hafi verið gildar eða ekki. Það sér það hver maður að það gengur ekki upp,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kallar eftir opnu samtali í framhaldinu frá stjórnarmeirihlutanum. „Þau völdu að synja kröfu okkar um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi og þess vegna fór málið í þennan farveg. Þau höfðu val á sínum tíma og þau þurfa að gera það upp við sína samvisku hvernig þau bregðast við. En við þurfum að fá einhver viðbrögð.“ Guðmundur Gunnarsson segir mikinn létti að hafa fengið dóminn. „Þetta snerist aldrei um að breyta fortíðinni eða grenja sig inn á þing eins og sumir vildu meina að við værum að gera. Þetta er prinsipp-mál, þetta er réttlætismál og þarna er brotið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga. Og það er ekki bara sigur okkar Magnúsar, heldur okkar allra, okkar borgaranna,“ segir Guðmundur. „Nú þurfum við að horfa fram og einbeita okkur að því hvernig við lögum kerfin okkar, þannig að þau séu ekki þannig hönnuð að þeir sem eru sigurvegarar kosninganna séu ekki líka dómarar í eigin sök.“ Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindi Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Málið snýr að eftirmálum endurtalningar í Norðvesturkjördæmi sem riðlaði til þingsætum. Dómurinn gerir athugasemd við að þingmenn hafi að lokum sjálfir úrskurðað um eigið kjör og að framkvæmdin brjóti gegn rétti til skilvirkra réttarúrræða og frjálsra kosninga. „Í fyrsta lagi þarf að grípa til stjórnarskrárbreytinga þannig að hægt sé að kæra gildi kosninga beint til dóms, frekar en að fara í gegnum Alþingi. Alþingismenn eiga ekki sjálfir að ákveða það hvort kosningar, sem þeir fengu umboð í, hafi verið gildar eða ekki. Það sér það hver maður að það gengur ekki upp,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kallar eftir opnu samtali í framhaldinu frá stjórnarmeirihlutanum. „Þau völdu að synja kröfu okkar um uppkosningu í Norðvesturkjördæmi og þess vegna fór málið í þennan farveg. Þau höfðu val á sínum tíma og þau þurfa að gera það upp við sína samvisku hvernig þau bregðast við. En við þurfum að fá einhver viðbrögð.“ Guðmundur Gunnarsson segir mikinn létti að hafa fengið dóminn. „Þetta snerist aldrei um að breyta fortíðinni eða grenja sig inn á þing eins og sumir vildu meina að við værum að gera. Þetta er prinsipp-mál, þetta er réttlætismál og þarna er brotið á rétti borgaranna til frjálsra kosninga. Og það er ekki bara sigur okkar Magnúsar, heldur okkar allra, okkar borgaranna,“ segir Guðmundur. „Nú þurfum við að horfa fram og einbeita okkur að því hvernig við lögum kerfin okkar, þannig að þau séu ekki þannig hönnuð að þeir sem eru sigurvegarar kosninganna séu ekki líka dómarar í eigin sök.“
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mannréttindi Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Píratar Viðreisn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira