Ráðherra skapi ríkinu milljarðatjón með töfum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. maí 2024 18:30 Jón Gunnarsson ræddi hvalveiðar og mögulegt tjón ríkissjóðs í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með töfum matvælaráðherra á að veita leyfi til hvalveiða sé hann mögulega að skapa ríkissjóði milljarðatjón. Vinstri grænum sé samt sem áður að takast ætlunarverk sitt: að binda enda á hvalveiðar. Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Í dag var greint frá því að þjóðin væri klofin hvað afstöðu til hvalveiða varðar. 49 prósent þjóðarinnar eru andvíg því að leyfi Hvalds hf. til hvalveiða verði endurnýjað, að því er fram kemur í nýrri könnun Maskínu. 35 prósent eru hlynnt og 16,5 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að tafir á ákvörðun innan matvælaráðuneytis um framtíð hvalveiða séu „tilbúnar tafir“. „Það er vitað að það er andstaða hjá Vinstri grænum gegn hvalveiðum. Mér skilst að þetta hafi verið rætt sérstaklega við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þar hafi forystumenn bæði okkar flokks og Framsóknarflokks hafnað því að hvalveiðar yrðu bannaðar. Þannig að þetta er auðvitað mjög erfið og alvarleg staða fyrir okkur í samstarfsflokkunum að sætta okkur við,“ segir Jón sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur gefið það út að hún vonist til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Talsmenn hvalaverndunarsamtaka, verkalýðsleiðtoga og Kristján Loftsson framkvæmdastjóri Hvals hf. hafa talað á þeim nótum að ljóst sé að hvalveiðar fari ekki fram í sumar. Kristján hefur sagt að áform ráðherra um að veita leyfi til eins árs í senn muni gera starfsemina óstarfhæfa. Jón segir sömuleiðis að fyrirsjáanleiki hverfi með þessu leyfisfyrirkomulagi. „Það var mjög brútalt hvernig matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir kom fram gagnvart starfsmönnum og fyrirtækinu með því að afturkalla leyfið daginn áður en skipin áttu að fara úr höfn. Þetta mun væntanlega kosta ríkissjóð einhverja milljarða, allavega eftir því sem Vilhjálmur Birgisson segir, og ég get ekki séð annað en að maður geti verið sammála honum í því að það sé að skapast hftur skaðabótaskylda hjá ríkinu vegna framferðis ráðherrans. Þetta er í raun alveg óskiljanlegt og á auðvitað enginn að komast upp með það í þessari stöðu að brjóta ítrekað lög og þær reglur sem gilda um hvalveiðar,“ segir Jón og bætir við að það sé ljóst að engin vertíð verði í sumar vegna skorts á svörum. „Fyrirtækið getur ekki lagt í gríðarlegan kostnað með óvissuna í farteskinu, þannig það er alveg ljóst að það verða engar hvalveiðar í sumar. Þannig að ætlunarverkið hefur tekist hjá Vinstri grænum í þessu efni og ríkissjóður verður síðan bara að súpa seyðið af því. Og það er svo sem ekki í fyrsta skipti sem að ráðherrar í þessum flokki brjóta lög og komast upp með það.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalir Sjávarútvegur Tengdar fréttir Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. 21. maí 2024 18:45