Deginum ljósara að það verði ekki veitt í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 18:45 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýsfélags Akraness, segir orðið deginum ljósara að ekkert verði úr hvalveiðivertíð þessa árs. Vísir/Arnar Matvælaráðuneytið hefur enn ekki svarað umsókn Hvals hf. um veiðileyfi í sumar. Um hálfur mánuður er þar til veiðitímabilið hefst. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segist viss um að með þessu baki ráðuneytið íslenska ríkinu skaðabótaskyldu og telur ómögulegt að úr sumarvertíðinni rætist. „Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu. Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þetta slær mig afar illa og ég held að það sé orðið deginum ljósara að það verði engin vertíð í ár. Ekkert atvinnufyrirtæki á Íslandi getur búið við svona stjórnsýslu: Að fá ekki að vita hvort það hafi starfsleyfi yfir höfuð eða ekki,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hvalur hf. sótti um leyfi til veiða á langreið til matvælaráðuneytisins 30. janúar síðastliðin. Engin svör hafa borist við þeirri umsókn að því er fréttastofa kemst næst. „Það segir sig sjálft að það á eftir að ráða mannsskap, það á eftir að senda skipin í slipp, það á eftir að panta inn aðföng. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona vinnubrögð.“ Tekjutapið mikið fyrir ófaglært verkafólk Langflestir þeirra sem starfa fyrir Hval yfir sumarvertíðina eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og eru meðallaunin hjá þeim þegar vertíðin stendur sem hæst um 2 milljónir króna. „Það er eitthvað sem ófaglærðu verkafólki stendur ekki til boða öllu jöfnu, þannig að tekjutapið er umtalsvert,“ segir Vilhjálmur. „Þetta hefur líka hjálpað mörgum háskólanemum sem að hafa oft og tíðum tekið vertíðina og komið sér hjá því að þurfa að taka námslán. Þetta er mjög slæm staða og íslenskum stjórnvöldum til ævarandi skammar.“ Greint var frá því í vor að síðasti hvalkjötsfarmur sem flutt var út frá Íslandi hafi skilað 2,8 milljörðum í gjaldeyristekjur. Vilhjálmur segir tekjufallið ekki aðeins fyrir verkafólkið. „Heldur líka fyrir sveitarfélagið og nærsveitir hér. Tekjurnar sem við höfum af vertíðinni eru umtalsverðar og nema fyrir Akraneskaupstað tugum milljóna og eitthvað svipað fyrir Hvalfjarðarsveit,“ segir Vilhjálmur. Segir atvinnufrelsið fótum troðið Hann segir ábyrgðina ekki aðeins á herðum matvælaráðherra heldur einnig Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. „Það er ekki nóg að gagnrýna í fjölmiðlum og láta síðan ekki kné fylgja kviði. Ég er mjög hissa á þessum tveimur flokkum, sem eru báðir yfirlýstir stuðningsmenn hvalveiða,“ segir hann. „Að láta svona vinnubrögð viðgangast er algerlega með ólíkindum. Atvinnufrelsi er ein mikilvægasta greinin í stjórnarskránni og þarna er verið að fótum troða hana. Það kæmi mér ekki á óvart ef ríkið væri enn og aftur að skapa sér skaðabótaskyldu gagnvart þessu fyrirtæki.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki kost á viðtali í dag vegna málsins. Þá hefur Kristján Loftsson eigandi Hvals hf. ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu.
Hvalir Hvalveiðar Kjaramál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01 Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16 Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hafa enga trú á að hvalveiðar fari fram í sumar Talsmaður Hvalavina segir nokkuð ljóst að hvalveiðar muni ekki fara fram í sumar. Engin svör eru komin frá matvælaráðuneytinu um hvort veiðileyfi verði veitt og aðeins nokkrar vikur í að vertíð hefjist. 21. maí 2024 12:01
Tíminn er núna, stöðvum hvalveiðar! Hópur andstæðinga hvalveiða skrifa um hvalveiðar Íslendinga. 14. maí 2024 10:16
Leyfisveitingin ekki brot á EES-samningnum Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að ljúka skoðun sinni á kvörtun sem sneri að meintu broti Íslands á EES-reglum við veitingu leyfis til hvalveiða. Eftir yfirferð hefur ESA komist að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingin feli ekki í sér brot á EES-samningnum. 24. apríl 2024 12:54