Lífið

Rakel María fann drauma­prinsinn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Rakel María og Gummi hafa notið lífsins í sólinni í Albaníu og Grikklandi síðastliðna viku.
Rakel María og Gummi hafa notið lífsins í sólinni í Albaníu og Grikklandi síðastliðna viku.

Rakel María Hjaltadóttir, förðunarfræðingur og hlaupari, frumsýndi nýja kærastann Guðmund Lúther Hall­gríms­son, sem starfar sem stafrænn markaðsstjóri hjá Bláa Lóninu, á Instagram fyrr í dag. 

„Draumafrí með þessum drauma gæja. Takk fyrir okkur Grikkland og Albanía!

Við förum þokkalega vel fóðruð af D-vítamíni inn í næstu veislu, íslenska sumarið,“ skrifar Rakel María við mynd af þeim þar sem ekki leikur nokkur vafi á að kært sé á milli þeirra. 

Parið hefur verið á ferðalagi um grísku eyjuna Corfu og um Ksamil í Albaníu síðastliðna daga. Rakel María gaf fylgjendum sínum innsýn í ferðlagið sem var drauma líkast.

Rakel María og Gummi hafa bæði mikla ástríðu fyr­ir hreyf­ingu þar sem þau eru miklir hlaupagarpar og í hörkuformi. 


Tengdar fréttir

„Við erum öll byrjendur á einhverjum tímapunkti“

Með hlýnandi veðri og hækkandi sól fá margir fiðringinn til að reima á sig hlaupaskóna og fara út að hlaupa í náttúrunni. Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari, þjálfari og förðunarfræðingur, kynntist útihlaupum sumarið 2018. Hún segir íþróttina næra sig andlega og líkamlega.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×