Lífið

Ísdrottningin ein­hleyp

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásdís Rán hefur farið stílhreinar leiðir í framboðinu og klæðist hér svartri blússu við svart pils.
Ásdís Rán hefur farið stílhreinar leiðir í framboðinu og klæðist hér svartri blússu við svart pils. Instagram @asdisran

Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir, forsetaframbjóðandi og fyrirsæta, og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson eru hætt saman eftir árs samband. Ásdís hefur farið með himinskautum í forsetaframboði undanfarna mánuði.

Ásdís og Þórður kynntust í Búlgaríu þar sem þau hafa bæði verið búsett. Ástin kviknaði á milli þeirra síðastliðið sumar. Eins og alþjóð veit er Ásdís nú í forsetaframboði. Þar hefur hún vakið gríðarlega athygli en rætt það opinskátt við Vísi að hún hafi verið afar stressuð til að byrja með. Mbl.is greinir frá sambandslitunum.

Þórður er fyrrum útvarpsmaður útvarpstöðvarinnar FM957. Hann rekur í dag fyrirtækið Icestore sem selur níkótínpúða og rafsígarettur í borg­inni Plovdiv í Búlgaríu þar sem hann hefur búið síðastliðin sex ár líkt og Ásdís Rán.

Ásdís hefur búið í Búlgaríu undanfarin ár svo athygli hefur vakið. Hún hefur þar staðið fyrir ýmsum viðburðum og hitt margar stórstjörnur. Síðast bauð Ásdís forsetaefnum á rauða dregilinn á Parliament Hotel svo mikla athygli vakti.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


×