Makamál

Sambandið algjör ástarbomba

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ásdís Rán og Þórður Daníel hafa verið saman í um fjóra mánuði. Þau kynntust þó fyrir nokkrum árum síðan í Búlgaríu.
Ásdís Rán og Þórður Daníel hafa verið saman í um fjóra mánuði. Þau kynntust þó fyrir nokkrum árum síðan í Búlgaríu. Ásdís Rán

Ísdrottningin og fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir og athafnamaðurinn Þórður Daníel Þórðarson byrjuðu að stinga saman nefjum í upphafi sumars eftir að Ásdís bauð Þórði með sér í ferðalag á Sunny Beach í Búlgaríu. 

Að sögn Ásdísar bauð hún Þórði með sér sem ferðafélaga þar sem hann var nýlega kominn úr sambandi. 

Ferðalagið tók óvænta stefnu þar sem ástin kviknaði á milli þeirra: „Þetta var ekki alveg planið en svona er lífið,“ segir Ásdís kímin.

Ásdís og Þórður kynntust í Búlgaríu fyrir nokkrum árum þar sem þau bæði eru búsett. 

„Hann býr alveg í Búlgaríu en ég flakka á milli Búlgaríu og Íslands þar sem ég er með heimili á báðum stöðum,“ segir Ásdís. 

Þórður er búsettur í borginni Plovdiv þar sem hann rekur verslun og heildverslun undir nafninu IceStore sem selur nikótínvörur og rafsígarettur.  

Að sögn Ádísar henta ferðalögin henni vel en viðurkennir þó að þau geta tekið á sambandið.

„Við erum búin að vera saman í allt sumar og hann fær mig í hendurnar annan hvern mánuði í vetur. Það verður að duga í bili þar sem þetta eru spilin sem við höfum í höndunum eins og er,“ segir Ásdís. 

Ásdís Rán

Ásdís Rán situr fyrir svörum í liðnum Ást er.


Hvað eruði búin að vera lengi saman? Fjóra mánuði.

Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við höfum farið á ströndina um helgar í sumar til að gera okkur dagamun, en erum ekki komin lengra í sambandinu en það. Ég er nýkomin til Íslands og fer svo aftur út til hans í lok mánaðarins.

Hvernig myndir þú lýsa sambandinu ykkar? Algjör Ástar-bomba!

Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum? Fallegur, skemmtilegur og ljúfur.

Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Rómantískt stefnumót getur verið alls staðar, það eru engin mörk eða reglur um það. Ég held að það sé spurning um hvað þú ert tilbúin að ganga langt til að hinum aðilanum líði vel, og hvað ertu tilbúin að leggja í það.

Kossinn okkar: Ég tók á skarið og kyssti hann á fyrsta dinner deitinu okkar þegar hann var að kveðja og stíga upp í bíl, ég held hann hafi nú ekki alveg búist við því, en það var skemmtilega óvænt og eflaust fórum við bæði að sofa með bros á vör og stjörnur í augunum. Þarna var ég stödd á Von Goldenburg residence sem er fallegt fimm stjörnu mountain resort í Búlgaríu, hann kom þangað og hitti mig á fyrsta deiti uppdressaður og náði að heilla mig upp úr skónum á tveimur klukkustundum. 

Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Dirty dancing.

Uppáhalds break up ballaðan mín er: Ég á enga svoleiðis, eins og kaldri Ísdrottningu sæmir.

Lagið okkar: Just the two of us.

Maturinn: Við tókum seafood season í sumar og smökkuðum allt það besta sem Svartahafið bauð upp á. Annars erum við bæði með smekk fyrir flest öllum mat, og svo er hann líka kokkur.

Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: VSOP Koníak ásamt glösum.

Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Gull armband og rafmagns tannbursta sem mér finnst hin allra krúttlegasta gjöf sem ég hef fengið.

Hann var ekki nógu ánægður með að ég notaði venjulegan tannbursta en þessi tannbursti er í miklu uppáhaldi hjá mér og fylgir mér hvert sem ég fer.

Kærastinn minn er: Hann er algjör draumaprins.

Rómantískasti staðurinn okkar: Saint Vlas resortið við Svartahafið í Búlgaríu eins og er.

Ást er:  Algjör forréttindi í lífinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×