Hendrik Hermannsson bráðkvaddur Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2024 11:50 Hendrik var sannkallaður gleðigjafi, veitingamaður af guðs náð og var brjálað að gera hjá honum. Hendrik hneig niður á mánudaginn og var þá allur. aðsend Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn en hann var aðeins 49 ára gamall. Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu. Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000. Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Hendrik hafi verið þekktur þjónn og veitingamaður. Hann var viðloðandi veitingageirann í þrjátíu ár og síðustu árin stofnaði hann og rak fyrirtækið H veitingar, sem annaðist veisluþjónustu og rak veislueldhús í Reykjavík sem og á Hvanneyri. Og þar var brjálað að gera. Veitingamaður af lífi og sál Hendrik annaðist pantanir um land allt og sá um allt milli himins og jarðar, frá brauðkaupum og yfir í að fóðra kvikmyndagerðarmenn sem voru í ýmsum verkefnum. Hendrik var sonur Kristínar Benediktsdóttur og Hermanns Gunnarssonar, eða Hemma Gunn en þeir feðgar þóttu um margt líkir, bæði í útliti sem og voru þeir hressir svo af bar. Hendrik komst í fréttir nýverið í tengslum við áramótaskaupið en þar vakti úrvinnsla með hjálp gervigreindar athygli, en þar var Hemmi Gunn „vakinn til lífsins“. Vakti þetta tiltæki hneykslan á mörgum bæjum og greindi Hendrik frá því að honum hafi krossbrugðið en hafi reyndar verið fljótur að jafna sig og vildi gera gott úr öllu saman. Alltaf hress og skemmtilegur En það var einmitt eitt hans helsta aðalsmerki, hann var alltaf hress og skemmtilegur, mikill gleðigjafi, að sögn móður hans. Hún segir þetta áfall og það sé erfitt að hugsa til þess að fá ekki hringingu á hverjum morgni, með einhverju gríni en þau töluðu saman á hverjum degi. Kristín segir son sinn hafa verið stóran karakter og til marks um það gerði lítil frænka hans sem kann táknmál hnött þegar verið vera að tala um Hendrik; hann var stór eins og heimurinn. Það var mikið að gera, hann sendi veitingar um land allt en hans helsta yndi var að sjá ánægða viðskiptavini. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað varð Hendrik að aldurtila og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvenær verður jarðsungið. En hann hafði áður fengið hjartaáfall. Hendrik var mikill fjölskyldumaður og lætur eftir sig einn son, Benedikt, sem fæddur er árið 2000.
Andlát Veitingastaðir Tengdar fréttir Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Krossbrá þegar hann sá látinn föður sinn á skjánum Það atriði Skaupsins sem helst náði að valda einhverju róti var atriði þeirra Audda og Steinda þar sem þeir sýndu möguleika gervigreindarinnar. Syni Hemma krossbrá. 2. janúar 2024 10:24