Hálfri milljón yrði gert að rýma kæmi til goss Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. maí 2024 23:19 Fjöldi fólks safnaðist saman á torgum Pozzuoli þar sem tugir eftirskjálfta skóku borgina. AP/Alessandro Garofalo Skólum hefur verið lokað og fjöldi fólks svaf í bílum sínum eða á götunni í kjölfar öflugrar skjálftahrinu nærri Campi Flegrei-eldfjallinu í nágrenni Napólíborgar. Jarðskjálfti upp á 4,4 stig fannst vel í hafnarborginni Pozzuoli og honum fylgdu á annað hundrað eftirskjálftar. Guardian greinir frá því að sprungur hafi myndast í byggingum og að eitthvað hafi verið um hrun úr veggjum. Engin slys urðu þó á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Kvennafangelsi í úthverfi Pozzuoli var einnig rýmt meðan gáð er að ástandi fangelsisbyggingarinnar. Flytja þurfti 140 fanga burt. Allt í allt þurftu um fjörutíu fjölskyldur að yfirgefa heimili sín. Bráðabirgðatjaldbúðir voru reistar af viðbragðsaðilum við útjaðar borgarinnar þar sem 500 manns vörðu nóttinni. „Við yfirgáfum heimilið okkar á miðnætti og fórum til sonar okkar í Vomero. Við erum vön skjálftum en þessi var ansi ógnvekjandi þar sem hann var sá stærsti í fjóra áratugi. Við fundum fyrir jörðinni hristast þar sem við gengum,“ hefur Guardian eftir Mimmo Pignatelli, íbúa í Solfatara, bæ við einn 24 gíga Campi Flegrei. Ekki er talið líklegt að komi til goss en ítalska ríkisstjórnin hefur þó áætlun fyrir rýmingu svæðisins undir höndum geri gígarnir sig líklega. Um hálfri milljón manna yrði gert að rýma nærliggjandi bæi og Napólíborg. Campi Flegrei er talsvert stærra eldfjall en Vesúvíus, nágranni sinn, sem lagði rómversku borgina Pompei í eyði eins og frægt er árið 79 eftir Krist. Það er einnig talsvert virkara. Campi Flegrei gaus síðast árið 1583. Ítalía Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 4,4 stig fannst vel í hafnarborginni Pozzuoli og honum fylgdu á annað hundrað eftirskjálftar. Guardian greinir frá því að sprungur hafi myndast í byggingum og að eitthvað hafi verið um hrun úr veggjum. Engin slys urðu þó á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Kvennafangelsi í úthverfi Pozzuoli var einnig rýmt meðan gáð er að ástandi fangelsisbyggingarinnar. Flytja þurfti 140 fanga burt. Allt í allt þurftu um fjörutíu fjölskyldur að yfirgefa heimili sín. Bráðabirgðatjaldbúðir voru reistar af viðbragðsaðilum við útjaðar borgarinnar þar sem 500 manns vörðu nóttinni. „Við yfirgáfum heimilið okkar á miðnætti og fórum til sonar okkar í Vomero. Við erum vön skjálftum en þessi var ansi ógnvekjandi þar sem hann var sá stærsti í fjóra áratugi. Við fundum fyrir jörðinni hristast þar sem við gengum,“ hefur Guardian eftir Mimmo Pignatelli, íbúa í Solfatara, bæ við einn 24 gíga Campi Flegrei. Ekki er talið líklegt að komi til goss en ítalska ríkisstjórnin hefur þó áætlun fyrir rýmingu svæðisins undir höndum geri gígarnir sig líklega. Um hálfri milljón manna yrði gert að rýma nærliggjandi bæi og Napólíborg. Campi Flegrei er talsvert stærra eldfjall en Vesúvíus, nágranni sinn, sem lagði rómversku borgina Pompei í eyði eins og frægt er árið 79 eftir Krist. Það er einnig talsvert virkara. Campi Flegrei gaus síðast árið 1583.
Ítalía Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira