Innlent

Gæslu­varð­hald yfir Davíð Viðarssyni fram­lengt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til sautjánda júní.
Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til sautjánda júní. Vísir/Samsett

Gæsluvarðhald yfir Quang Lé hefur verið framlengt af Héraðsdómi Reykjavíkur og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til sautjánda júní. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í byrjun mars.

Ríkisútvarpið greindi frá.

Quang Lé, sem er einnig þekktur undir nafninu Davíð Viðarsson, er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við ýmis konar rekstur. Hann var handtekinn eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á veitingastöðum, hóteli og gistiheimili sem hann rak.

Níu manns eru enn með stöðu sakbornings í málinu. Þrír eru í gæsluvarðhaldi, Quang Lé, kærasta hans og bróðir. Gæsluvarðhaldi yfir kærustu hans og bróður lýkur á morgun en þá kemur í ljós hvort farið verði fram á framlengingu.


Tengdar fréttir

Freista þess að halda veitingamanninum bak við lás og slá

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að fara fram á það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að Davíð Viðarsson, áður Quang Le, sæti áfram gæsluvarðhaldi. Hann hefur verið í varðhaldi í sjö vikur ásamt barnsmóður sinni og bróður.

Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur.

Með rekstur og fasteignir út um alla borg

Athafnamaðurinn Davíð Viðarsson á fjölmörg félög og rekur fjölda veitingastaða og verslana í Reykjavík. Heildareignir félaganna sem Davíð á nema 1,2 milljarði króna. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×