Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2024 11:32 Davíð Viðarsson er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. Hann hét Quang Le þar til í haust um það leyti sem ólöglegur matvælalager í Sóltúni komst í fréttirnar. Þeir sem þekkja hann kalla hann flestir Le. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. Þetta segir Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu í samtali við fréttastofu. Davíð Viðarsson, umsvifamikill veitingastaðaeigandi, er grunaður um aðild að vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi. Auk Davíðs eru eiginkona hans og bróðir hans í varðhaldi grunuð um aðild að sama máli. Grímur segir rannsóknina mjög viðamikla en henni miði ágætlega. Sakborningar verði leiddir fyrir dómara í dag. Til þessa hafa dómstólar fallist á allar kröfur lögreglunnar um gæsluvarðhald. Upphaflega voru sex í gæsluvarðhaldi en þremur var sleppt eftir varðhald í á þriðju viku. Þau hafa stöðu sakbornings en um er að ræða bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður Davíðs. Uppfært klukkan 12:31 Grímur Grímsson segir að farið verði fram á tveggja vikna gæsluvarðhald en ekki fjögurra eins og hann tjáði fréttastofu í morgun. Uppfært klukkan 15:40 Í tilkynningu frá lögreglu segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á kröfuna. Tveir karlar og ein kona voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 23. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið var handtekið í byrjun síðasta mánaðar í kjölfar umfangsmikilla aðgerða, en tilefni þeirra var rökstuddur grunur um skipulagða brotastarfsemi, sem talin er varða mansal, skjalafals, peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Rannsókn málsins, sem er mjög viðamikil, miðar vel. Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. 26. mars 2024 14:26 Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu í samtali við fréttastofu. Davíð Viðarsson, umsvifamikill veitingastaðaeigandi, er grunaður um aðild að vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi. Auk Davíðs eru eiginkona hans og bróðir hans í varðhaldi grunuð um aðild að sama máli. Grímur segir rannsóknina mjög viðamikla en henni miði ágætlega. Sakborningar verði leiddir fyrir dómara í dag. Til þessa hafa dómstólar fallist á allar kröfur lögreglunnar um gæsluvarðhald. Upphaflega voru sex í gæsluvarðhaldi en þremur var sleppt eftir varðhald í á þriðju viku. Þau hafa stöðu sakbornings en um er að ræða bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður Davíðs. Uppfært klukkan 12:31 Grímur Grímsson segir að farið verði fram á tveggja vikna gæsluvarðhald en ekki fjögurra eins og hann tjáði fréttastofu í morgun. Uppfært klukkan 15:40 Í tilkynningu frá lögreglu segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi fallist á kröfuna. Tveir karlar og ein kona voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald, eða til 23. apríl, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið var handtekið í byrjun síðasta mánaðar í kjölfar umfangsmikilla aðgerða, en tilefni þeirra var rökstuddur grunur um skipulagða brotastarfsemi, sem talin er varða mansal, skjalafals, peningaþvætti, brot á lögum um útlendinga og lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Rannsókn málsins, sem er mjög viðamikil, miðar vel.
Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Tengdar fréttir Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. 26. mars 2024 14:26 Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Gæsluvarðhald framlengt um tvær vikur Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. 26. mars 2024 14:26
Kærustuparið og bróðirinn enn í haldi Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 24. mars 2024 11:19
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00