Innlent

Sjó­menn í haldi og ÁTVR í bobba

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um sjóslysið við Garðskagavita þar sem talið er að flutningaskip hafi siglt á strandveiðibát.

Það kemur í ljós í hádeginu hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir stjórnendum skipsins en þeir eru grunaðir um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska.

Við ræðum einnig við aðstoðarforstjóra ÁTVR sem segir koma til greina að skerða opnunartíma vínbúða eða fækka verslunum ef ekki verði brugðist við netsölu áfengis. 

Þá verður rætt við dómsmálaráðherra um mál manns sem svipti sig lífi á Litla-Hrauni á dögunum en móðir hans skrifaði grein á Vísi um mál hans í morgun.

Í íþróttunum verður kastljósinu beint að úrslitaeinvíginu í körfubolta karla sem hefst í kvöld þar sem Valur og Grindavík eigast við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×