Skuldirnar bíði þegar frelsið taki við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2024 08:01 Sigurður Ingi Jónasson telur að betur megi taka á skuldamálum meðan fangar afplána svo þeir séu í betri stöðu þegar þeir hafa lokið við afplánun. Umboðsmaður skuldara stendur stundum bjargarlaus þegar kemur að því að greiða úr fjármálum fanga og fyrrverandi fanga. Kallað er eftir heildarsýn stjórnvalda og að sérstaklega verði skoðað hvernig meðhöndla eigi skuldir fanga sem oftar en ekki losna úr afplánun en stíga um leið inn í skuldafangelsi. Rætt var um fjármál fanga í umræðuþættinum Frelsið er yndislegt á dögunum þar sem gestir voru Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, Sigurður Ingi Jónasson, fyrrverandi fangi, og Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá lögfræðiaðstoð Afstöðu. Þar kom meðal annars fram að fangar í íslenskum fangelsum eigi það flestir sammerkt að hafa komið sér í djúpt skuldafen sem þeir hafi þá miklar áhyggjur af þegar þeir losna úr afplánun. Helst eru það fésektir, sakarkostnaður, skattaskuldir og meðlagsskuldir sem fylgja út í frelsið og eru þar fjötur um fót. „Þetta fólk er tilbúið að vinna en það er tekin mjög há prósenta af launum þeirra til að greiða ríkinu til baka og þar af leiðandi á það erfitt með að ná endum saman. Þetta er ein ástæða þess að fólk heldur áfram í glæpum og að endurkomur í íslensk fangelsi eru jafn algengar og raun ber vitni,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og annar þáttastjórnenda. „Ég held að það þurfi nýtt kerfi, að eitthvað taki við og það er ljóst að ef fólk fengi þessar skuldir felldar niður þá myndi samfélagið hagnast töluvert meira en nemur skuldunum.“ Steypti sér í skuldir Sigurður Ingi rekur í þættinum sína sögu og tekur skýrt fram að hann sé ekkert fórnarlamb, hann hafi sjálfur steypt sér í skuldir. Það þurfi aftur á móti ekki að gera fólki það svona erfitt að klóra sig úr óreiðunni aftur. „Mér finnst skrítið að fólk er dæmt í fangelsi á sinni kennitölu, nafni og sinni persónu og staðan liggur því alveg fyrir, að það sé ekki strax sett af stað dagskrá til að greiða úr þessum málum. Í hvert skipti sem ég fór inn og svo aftur út var ég í verri og verri stöðu, bæði andlega og fjárhagslega. Ég skil ekki af hverju er ekki tekið á þessum málum þegar menn koma inn í fangelsið því þannig getur fólk komist aftur í takt við samfélagið þegar afplánun lýkur.“ Guðmunudr Ingi segir Afstöðu eiga í góðu samstarfi við embætti umboðsmanns skuldara og hafa milligöngu fyrir félagsmenn um lögfræðiaðstoð. Rekast á veggi eftir afplánun Bjarki Már segir að dómþolar breiði hreinlega bara sængina yfir höfuð þegar komi að skuldamálum. Þeir greiði ekki skuldir og skili ekki skattaskýrslum, jafnvel til margra ára. „Þeir hafa ekki viljað hugsa um þetta, svo koma þeir út og þá byrja þeir að rekast á veggi og þá er jafnvel bara fínt að fara inn aftur. Tíminn skiptir öllu máli og það að farið sé í þessi mál strax í upphafi afplánunar.“ Ásta Sigrún segir taka heilshugar undir það að þörf sé á skoða fjármál fanga og fyrrverandi fanga gaumgæfilega. „Það er svo mikilvægt að hafa þessa félagslegu sýn. Hvað viljum við að taki við? Hvernig viljum við að þessar skuldir séu meðhöndlaðar. Við erum í stöðugum viðræðum við innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar og almennt við stjórnvöld um þessi úrræði því við erum stundum mjög bjargarlaus. Við vinnum eftir ákveðnum lögum, fangar leita til okkar og þá hugsum við að það væri hægt að gera meira.“ Fangelsismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Rætt var um fjármál fanga í umræðuþættinum Frelsið er yndislegt á dögunum þar sem gestir voru Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, Sigurður Ingi Jónasson, fyrrverandi fangi, og Bjarki Már Magnússon, lögfræðingur hjá lögfræðiaðstoð Afstöðu. Þar kom meðal annars fram að fangar í íslenskum fangelsum eigi það flestir sammerkt að hafa komið sér í djúpt skuldafen sem þeir hafi þá miklar áhyggjur af þegar þeir losna úr afplánun. Helst eru það fésektir, sakarkostnaður, skattaskuldir og meðlagsskuldir sem fylgja út í frelsið og eru þar fjötur um fót. „Þetta fólk er tilbúið að vinna en það er tekin mjög há prósenta af launum þeirra til að greiða ríkinu til baka og þar af leiðandi á það erfitt með að ná endum saman. Þetta er ein ástæða þess að fólk heldur áfram í glæpum og að endurkomur í íslensk fangelsi eru jafn algengar og raun ber vitni,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og annar þáttastjórnenda. „Ég held að það þurfi nýtt kerfi, að eitthvað taki við og það er ljóst að ef fólk fengi þessar skuldir felldar niður þá myndi samfélagið hagnast töluvert meira en nemur skuldunum.“ Steypti sér í skuldir Sigurður Ingi rekur í þættinum sína sögu og tekur skýrt fram að hann sé ekkert fórnarlamb, hann hafi sjálfur steypt sér í skuldir. Það þurfi aftur á móti ekki að gera fólki það svona erfitt að klóra sig úr óreiðunni aftur. „Mér finnst skrítið að fólk er dæmt í fangelsi á sinni kennitölu, nafni og sinni persónu og staðan liggur því alveg fyrir, að það sé ekki strax sett af stað dagskrá til að greiða úr þessum málum. Í hvert skipti sem ég fór inn og svo aftur út var ég í verri og verri stöðu, bæði andlega og fjárhagslega. Ég skil ekki af hverju er ekki tekið á þessum málum þegar menn koma inn í fangelsið því þannig getur fólk komist aftur í takt við samfélagið þegar afplánun lýkur.“ Guðmunudr Ingi segir Afstöðu eiga í góðu samstarfi við embætti umboðsmanns skuldara og hafa milligöngu fyrir félagsmenn um lögfræðiaðstoð. Rekast á veggi eftir afplánun Bjarki Már segir að dómþolar breiði hreinlega bara sængina yfir höfuð þegar komi að skuldamálum. Þeir greiði ekki skuldir og skili ekki skattaskýrslum, jafnvel til margra ára. „Þeir hafa ekki viljað hugsa um þetta, svo koma þeir út og þá byrja þeir að rekast á veggi og þá er jafnvel bara fínt að fara inn aftur. Tíminn skiptir öllu máli og það að farið sé í þessi mál strax í upphafi afplánunar.“ Ásta Sigrún segir taka heilshugar undir það að þörf sé á skoða fjármál fanga og fyrrverandi fanga gaumgæfilega. „Það er svo mikilvægt að hafa þessa félagslegu sýn. Hvað viljum við að taki við? Hvernig viljum við að þessar skuldir séu meðhöndlaðar. Við erum í stöðugum viðræðum við innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar og almennt við stjórnvöld um þessi úrræði því við erum stundum mjög bjargarlaus. Við vinnum eftir ákveðnum lögum, fangar leita til okkar og þá hugsum við að það væri hægt að gera meira.“
Fangelsismál Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira