Mikill meirihluti hlynntur dánaraðstoð Árni Sæberg skrifar 15. maí 2024 18:40 Mikill meirihluti vill að læknum verði heimilað að aðstoða fólk við að binda enda á jarðvist þess. Getty/tofumax Um 77 prósent þjóðarinnar eru hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent eru andvíg. Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253. Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Þetta er niðurstaða könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 30. apríl til 5. maí. Í könnuninni voru eftirfarandi tvær spurningar um dánaraðstoð lagðar fyrir: Á heildina litið, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ert þú því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi? Með dánaraðstoð er átt við að hjálpa einstaklingi að binda enda á líf sitt með mannúðlegum hætti á grundvelli yfirlýsts samþykkis hans. Hversu sammála eða ósammála ertu því að það eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar? Í tilkynningu Prósents segir að um 77 prósent þjóðarinnar séu hlynnt því að dánaraðstoð verði leyfð á Íslandi, um fimmtán prósent séu hvorki hlynnt né andvíg og aðeins um sjö prósent séu andvíg. Prósent Þá segir að ekki sé marktækur munur á afstöðu karla og kvenna, höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar eða ólíkra tekjuhópa. Píratar mest hlynntir en Vinstri græn síst Þegar niðurstöður séu skoðaðar eftir fylgi flokka megi sjá að kjósendur Pírata eru marktækt hlynntari því að leyfa dánaraðstoð en kjósendur allra annarra flokka nema tveggja, Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins. Kjósendur Miðflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – Grænt Framboð séu marktækt andvígari en kjósendur annarra flokka. Konur vilja frekar þjóðaratkvæðagreiðslu en karlar Hvað seinni spurninguna varðar segir að um 62 prósent séu sammála því að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar, um 21 prósent séu hvorki sammála né ósammála og um 17 prósent séu ósammála. Marktækur munur sé á afstöðu kynja. Konur séu að jafnaði frekar sammála því að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu um lögleiðingu dánaraðstoðar samanborið við karla, það er 65 prósent kvenna á móti 59 prósentum karla. Loks segir að könnunin hafi verið netkönnun meðal könnunarhóps Prósents. Úrtakið hafi talið 2.500 og fjöldi svara 1.253.
Dánaraðstoð Heilbrigðismál Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. 12. maí 2024 13:50