Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 15. maí 2024 23:07 Hildur Björnsdóttir segir stöðuna versna ár frá ári á þessu kjörtímabili fyrir leikskólabörn og foreldra þeirra. Vísir/Vilhelm Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. „Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
„Auðvitað vonar maður að staðan nái eitthvað að batna ár frá ári, en það sem við erum að sjá núna er að þann 1. september verða ríflega 800 börn, 12 mánaða og eldri, á biðlista eftir leikskólaplássi og munu ekki komast inn. Það er verri staðan en við sáum fyrir ári síðan og verri staðan en fyrir tveimur árum. Vandinn er að versna ár frá ári á þessu kjörtímabili,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hildur segir að nokkrum úthlutunarfösum sé lokið en að það líti út fyrir að þetta verði staðan í haust, að það verði 800 börn á bið. Reykjavíkurborg sendi frá sér í gær tilkynningu um innritun leikskólabarna í Reykjavík. Þar kom fram að þegar fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa er lokið hafi foreldrar 1.715 barna fengið boð og þegið vistun í leikskóla borgarinnar. Auk þeirra megi gera ráð fyrir að foreldrar um 350 barna einkarekinna leikskóla fái pláss og að mörg þeirra sem séu á bið hjá Reykjavík séu einnig á bið þar. Því eigi heildarmyndin enn eftir að skýrast. Hvött til að draga umsókn til baka hafi þau fengið pláss Foreldrar sem hafa þegið pláss á einum leikskóla eru í tilkynningunni hvattir til að draga til baka umsóknir sínar annar staðar svo að betri heildarmynd fáist af stöðunni. Þá kom fram að ný pláss eigi eftir að bætast við í haust þegar Ævintýraborg við Barónsstíg/Vörðuskóla opnar. Einingarnar séu komnar á lóðina og unnið að því að standsetja bæði hús og lóð fyrir leikskólastarf. Stefnt sé því að innritun hefjist í sumar. „Auðvitað fagnar maður því að stór hópur foreldra hefur fengið boð um leikskólapláss fyrir börnin sín. Maður óskar þeim til hamingju. Gott að fólk fái einhvern skýrleika í það en það er enn óvissa um það hvenær þessi leikskóladvöl hefst,“ segir Hildur og að borgin sé að gefa sér ríflega tíma til að hefja aðlögun. Aðlögun hefjist seinasta lagi 1. nóvember Gert sé ráð fyrir því að síðasta dagsetning sem foreldrar fá fyrir aðlögun barna sinna sé þann 30. september og að aðlögun hefjist í síðasta lagi þann 1. nóvember. Samkvæmt plani sé þó gert ráð fyrir að öll börn fari í aðlögum sem hafi verið úthlutað plássi og ef ekki tekst að manna verði tekið upp fáliðunarferli. „Þetta er verulega ríflegur tími og með fyrirvara um mönnun. Óvissan er þannig áfram töluvert mikil.“ Þá segir Hildur að útlit sé fyrir að meðalaldur leikskólabarna við inngöngu muni hækka í haust og vera um og yfir 22 mánuðir
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Yngstu börnin innrituð í Garðabæ og Mosfellsbæ Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 22. mars 2024 06:46