Innlent

Fluttur með þyrlu til Reykja­víkur eftir á­rekstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar á lofti.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á lofti. Vísir/Vilhelm

Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar af vettvangi eftir tveggja bíla árekstur á þjóðvegi eitt austur af Hvolsvelli rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að Lögreglan á Suðurlandi hafi óskað eftir aðstoð þyrlunnar rétt fyrir klukkan fjögur. Þyrlan hafi verið í æfingaflugi og verið átján mínútur á vettvang.

Einn hafi verið fluttur á Landspítalann í Fossvogi þar sem þyrlan lenti rétt innan við klukkustund eftir að útkallið barst.


Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×