Lilja hefur áhyggjur af „nýlenskunni“ á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 13. maí 2024 15:49 Lilja sagði enga línu fyrirliggjandi, nýlenskan sem er orðin ráðandi í talsmáta helftar starfsmanna RÍkisútvarpsins er sjálfsprottin. vísir/vilhelm Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju D. Alfreðsdóttur menningar og viðskiptaráðherra um hvernig henni hugnaðist það sem Vala Hafstað vakti athygli á nýverið er varðar kynlaust tungumál. Lilju lýst ekki á blikuna. Bergþór vitnaði í pistil Völu, „Útrýming mannsins á RÚV, sem vakið hefur mikla athygli. „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.“ Nýlenskan virðist sjálfsprottin hjá Ríkisútvarpinu Bergþór innti Lilju eftir því hvað henni sýndist um þessa þróun, um þetta kynhlutlausa mál sem Ríkisútvarpið virðist í algjörri forystu um að innleiða hér á landi. „Hafa verið lagðar einhverjar línur eða hafa þeir fjölmiðlar sem haga málnotkun sinni eins og hér blasir við, í raun með linnulausum áróðri á málfræðigrunn íslenskunnar – er þetta gert með samþykki og sátt við hæstvirtan ráðherrans? Hver er afstaða ráðherrans gagnvart þessari þróun? Lilja þakkaði fyrir áhugaverða spurningu um þróun tungumálsins. Og neitaði því að ráðuneytið hafi lagt einhverjar línur. „Þetta sjálfsprottið hjá Ríkisútvarpinu. Ég tel mikilvægt að skýrt sé og einfalt hvernig málfræðigrunnur okkar er lagður upp. Og einfalt.“ Lilja sagði að ef ekki væru þessar hreinu línur gæti það reynst fólki af erlendum uppruna og þeim sem eiga erfitt með að tileinka sér tungumálið þungur ljár í þúfu. Hún sagðist vita til þess að margir hefðu á þessu heitar skoðanir, en það væri fínt; það bæri vott um að fólki þætti vænt um tungumálið. „Ég vil skoða þetta betur. Ég er nýkomin úr ferð þar sem við vorum að skoða máltækni og gervigreind. Af því að við höfum lagt svo hart að okkur, en það er hægt að keyra íslenskuna í gegnum þetta þá er brýnt að þeir sem eru að aðlaga sig tungumálinu okkar að þeir fái skýr skilaboð um hvernig þessu öllu er háttað.“ Að opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti Bergþór þakkaði Lilju svörin og sagðist ekki geta skilið þau öðruvísi en svo að ráðherranum hugnist ekki sú þróun sem hér er að eiga sér stað. „Mann rekur oft í rogastans þegar upplýst er um að öll hafi gert hitt og þetta,“ sagði Bergþór. Að þetta passaði sjaldnast inn í þær setningar sem verið er að setja fram. Bergþór Ólason spurði Lilju hvort ekki væri vert að grípa til aðgerða gagnvart RÚV, þá varðandi þessa nýlensku sem þar hefur náð fótfestu.vísir/vilhelm Bergþór spurði með hvaða hætti málfræðin sé meðhöndluð hjá Ríkisútvarpinu og sér ráðherra fyrir sér að gera eitthvað í þessu máli, þá gagnvart Ríkisútvarpinu sérstaklega eða með aðgerðum svo opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti? Lilja benti á að Alþingi hafi veri að samþykkja aðgerðaráætlun fyrir tungumálið í síðustu viku, þar væru boðaðar margar brýnar aðgerðir. Þetta sé hins vegar nýtilkomið, til þess að gera. „Og mikilvægt að við skoðum þetta og að það séu þessi skýru skilaboð, að brýnt sé að fara eftir settum reglum.“ Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk fræði Íslensk tunga Tengdar fréttir Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Bergþór vitnaði í pistil Völu, „Útrýming mannsins á RÚV, sem vakið hefur mikla athygli. „Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.“ Nýlenskan virðist sjálfsprottin hjá Ríkisútvarpinu Bergþór innti Lilju eftir því hvað henni sýndist um þessa þróun, um þetta kynhlutlausa mál sem Ríkisútvarpið virðist í algjörri forystu um að innleiða hér á landi. „Hafa verið lagðar einhverjar línur eða hafa þeir fjölmiðlar sem haga málnotkun sinni eins og hér blasir við, í raun með linnulausum áróðri á málfræðigrunn íslenskunnar – er þetta gert með samþykki og sátt við hæstvirtan ráðherrans? Hver er afstaða ráðherrans gagnvart þessari þróun? Lilja þakkaði fyrir áhugaverða spurningu um þróun tungumálsins. Og neitaði því að ráðuneytið hafi lagt einhverjar línur. „Þetta sjálfsprottið hjá Ríkisútvarpinu. Ég tel mikilvægt að skýrt sé og einfalt hvernig málfræðigrunnur okkar er lagður upp. Og einfalt.“ Lilja sagði að ef ekki væru þessar hreinu línur gæti það reynst fólki af erlendum uppruna og þeim sem eiga erfitt með að tileinka sér tungumálið þungur ljár í þúfu. Hún sagðist vita til þess að margir hefðu á þessu heitar skoðanir, en það væri fínt; það bæri vott um að fólki þætti vænt um tungumálið. „Ég vil skoða þetta betur. Ég er nýkomin úr ferð þar sem við vorum að skoða máltækni og gervigreind. Af því að við höfum lagt svo hart að okkur, en það er hægt að keyra íslenskuna í gegnum þetta þá er brýnt að þeir sem eru að aðlaga sig tungumálinu okkar að þeir fái skýr skilaboð um hvernig þessu öllu er háttað.“ Að opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti Bergþór þakkaði Lilju svörin og sagðist ekki geta skilið þau öðruvísi en svo að ráðherranum hugnist ekki sú þróun sem hér er að eiga sér stað. „Mann rekur oft í rogastans þegar upplýst er um að öll hafi gert hitt og þetta,“ sagði Bergþór. Að þetta passaði sjaldnast inn í þær setningar sem verið er að setja fram. Bergþór Ólason spurði Lilju hvort ekki væri vert að grípa til aðgerða gagnvart RÚV, þá varðandi þessa nýlensku sem þar hefur náð fótfestu.vísir/vilhelm Bergþór spurði með hvaða hætti málfræðin sé meðhöndluð hjá Ríkisútvarpinu og sér ráðherra fyrir sér að gera eitthvað í þessu máli, þá gagnvart Ríkisútvarpinu sérstaklega eða með aðgerðum svo opinberir aðilar umgangist tungumálið með forsvaranlegum hætti? Lilja benti á að Alþingi hafi veri að samþykkja aðgerðaráætlun fyrir tungumálið í síðustu viku, þar væru boðaðar margar brýnar aðgerðir. Þetta sé hins vegar nýtilkomið, til þess að gera. „Og mikilvægt að við skoðum þetta og að það séu þessi skýru skilaboð, að brýnt sé að fara eftir settum reglum.“
Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslensk fræði Íslensk tunga Tengdar fréttir Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31 Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
Útrýming mannsins á RÚV Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. 6. maí 2024 23:31
Er maðurinn í útrýmingarhættu? Fyrr í vikunni skrifaði Vala Hafstað grein á Vísi með titlinum „Útrýming mannsins á RÚV“. Þar heldur hún því fram að undanfarin ár hafi „óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu“. Það er fullkomlega eðlilegt að breytingar á máli og málnotkun í nafni kynhlutleysis og jafnréttisbaráttu falli fólki misvel í geð, og sjálfsagt og nauðsynlegt að ræða þær breytingar á málefnalegan hátt. 10. maí 2024 07:31