Útrýming mannsins á RÚV Vala Hafstað skrifar 6. maí 2024 23:31 Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði. Þeir eru önnum kafnir við skrif sín og eðlilegt að þeir gleymi fljótt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir, fremur en aðrir nýlenskuhermenn, muni lykilatriði í jafnréttissögu þjóðarinnar — að við vorum fyrst þjóða til þess að kjósa okkur kvenforseta í lýðræðislegum kosningum, á meðal fyrstu þjóða til þess að stofna stjórnmálaflokk kvenna, og meðal fyrstu þjóða til þess að lögleiða hjónaband samkynhneigðra. Allt gerðist þetta þrátt fyrir að í þá daga hafi nýlenskan ekki hafið innreið sína. Árum saman höfum við meira að segja talist sú þjóð á jörðu þar sem kvenréttindi eru mest. En vegna anna og minnisleysis fréttamannanna er eðlilegt að þetta hafi gleymst og þeir álíti að jafnrétti verði ekki náð nema hinu hlutlausa karlkyni verði útrýmt. Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu. Í þessari jafnréttisbaráttu sinni hefur fréttamönnunum, ásamt mörgum valdhöfum og athyglisþyrstum álitsgjöfum (sem þrá að þykja víðsýnir og jafnréttissinnaðir) tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv. í stað starfsmanna, vísindamanna, björgunarmanna, verkamanna, iðnaðarmanna og flóttamanna. Í samsettum orðum getur þessi nýjung reynst afar óþjál og valdið því að munnvatn spýtist í óþægilegu magni milli tanna, eins og þegar talað er um starfsfólksstjóra, eða valdið misskilningi eins og orðið starfsfólksfundur, sem hljómar eins og starfsfólkshundur eða -undur. Og nú seinast er talað um Palestínufólk á RÚV. Þetta er vissulega bara byrjunin, því í allri baráttu þarf að gæta samræmis. Það er ótækt að tala um Palestínufólk í einni frétt og Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn í þeirri næstu. Það hlýtur hver maður að sjá að réttara væri að tala um Ísraelsfólk og Bandaríkjafólk. Sömuleiðis gengur ekki lengur að tala um Kanadamenn, Norðmenn og Úkraínumenn. Nei, Kanadafólk, Norðfólk og Úkraínufólk skal það heita. Annars væri hér ósamræmi í fréttaflutningi. Vandinn er hins vegar hvað kalla skal slíkt fólk í eintölu. „Ert þú Palestínufólk?“ gengur varla. Reyndar þyrfti að ganga enn lengra ef taka ætti kynhlutleysið alla leið, því ef betur er að gáð gæti einhver móðgast yfir orðum eins Íslendingar, Svíar, Danir, Frakkar, Belgar, Portúgalir, Þjóðverjar, Pólverjar, Kínverjar, o.s.frv., því allt eru þetta karlkynsorð. Því ekki tala um Íslandsfólk, Svíþjóðarfólk, Danmerkurfólk, Frakklandsfólk, Belgíufólk, Portúgalsfólk, Þýskalandsfólk, Póllandsfólk, Kínafólk, o.s.frv.? Það dugar ekkert hálfkák. Í ákveðnum orðasamböndum hefur RÚV tekist að útrýma hinu baneitraða orði maður með öllu með því að strika það einfaldlega út. Í stað þess að segja að 27 manns hafi farist í flóðum, eða 11 manns hafi verið handteknir er nú sagt þar á bæ að 27 hafi farist í flóðum og 11 hafi verið handtekin. Í barnaskóla brýndi stærðfræðikennarinn stanslaust fyrir mér að hafa einingar með hverri tölu svo ekki hlytist misskilningur af. Þessu hef ég alltaf hlýtt. En nú er öldin önnur. Einingar eru á bak og burt. Hér, sem annars staðar, þarf RÚV þó að gæta samræmis. Það er ótækt að sleppa orðinu maður við hlið þessara talna, en sleppa ekki orðum eins og trampólínum, rottum eða lundum í öðrum fréttum. Í stað þess að segja „Sjö trampólín fuku í fyrstu haustlægðinnni; Þrjátíu og átta rottur veiddust í gildru; Fimmtán lundar fundust dauðir í fjöru,“ væri æskilegt að segja „Sjö fuku í fyrstu haustlægðinni; Þrjátíu og átta veiddust í gildru; Fimmtán fundust dauðir í fjöru.“ Hlustendur yrðu einfaldlega að geta sér til um hverjar einingarnar væru. Öðruvísi væri samræmis ekki gætt. En gelding tungumálsins fer víðar fram en á RÚV. Nýlega fréttist að níunda bekkingum væri fyrirskipað að leiðrétta ýmsar setningar í tímum þannig að þær „virkuðu fyrir öll kyn“. Þetta voru setningar svo sem „Enginn má yfirgefa húsið; Allir tapa á verðbólgunni; Mönnum er skipað að fara í sóttkví.“ Þetta er aðeins byrjunin á því að útrýma hinu hlutlausa karlkyni. Þegar nýlenskuherirnir innleiða þá hugsun hjá börnum að þeim beri að móðgast yfir hverjum þeim texta sem í karlkyni er, þá er augljóst hvert stefnir. Við ölum upp þjóð sem er svo hörundsár að hún ímyndar sér að hinn íslenski málfræðigrunnur hafi verið lagður með það í huga að tala einungis til karlmanna. Í örvæntingu og hlýðni við „réttsýna“ kennara breytir hún hverjum þeim texta sem talist gæti karllægur, en áttar sig ekki á að um leið brýtur hún niður allar grundvallarstoðir tungumálsins, sem þrátt fyrir alla sína karllægni kom okkur langtum lengra en öðrum þjóðum í jafnréttisbaráttunni. Það er af sem áður var þegar Vigdís Finnbogadóttir sagði árið 1980: „Það á ekki að kjósa mig af því að ég er kona, það á að kjósa mig af því að ég er maður, og innan orðsins maður er bæði karl og kona.“ Nú eru forsetakosningar í nánd. Fréttamenn RÚV hafa enn ekki áttað sig á að orðið forseti er karlkyns, en helmingur frambjóðenda kvenkyns, þ.m.t. ein fyrirsæta, og því ótækt að halda sig við þetta starfsheiti, fari svo að kona verði kosin. Forsæta myndi henta konu langtum betur. Og þó. Einhver gæti móðgast og sagt að hér mætti rýna í starfsheitið og eygja vísun til útlits viðkomandi. Við erum nefnilega þegar orðin svo hörundsár og sjálfhverf sem þjóð að við lítum á tungumálið okkar sem aðför að eigin persónu í stað þess að sjá hvílíkur fjársjóður það er. Nýlenskuherinn hefur kennt okkur að leita að móðgun í hverju orði í stað þess að efla máltilfinningu hvers mannsbarns með því að auka íslenskukennslu, lesa fyrir börnin okkar og hvetja þau til lesturs vandaðra bóka. Við getum ekki lengur setið hjá og látið þá sem í blindni þrá að sýnast víðsýnir vega frekar að tungumálinu okkar. Látum nýlenskuhersveitirnar ekki komast upp með að höggva mann og annan úr orðaforða okkar. Höfundur er leiðsögumaður og skáld Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Forsetakosningar 2024 Jafnréttismál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu. Fréttamenn RÚV hafa öðrum fremur tekið þátt í þessum hernaði. Þeir eru önnum kafnir við skrif sín og eðlilegt að þeir gleymi fljótt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þeir, fremur en aðrir nýlenskuhermenn, muni lykilatriði í jafnréttissögu þjóðarinnar — að við vorum fyrst þjóða til þess að kjósa okkur kvenforseta í lýðræðislegum kosningum, á meðal fyrstu þjóða til þess að stofna stjórnmálaflokk kvenna, og meðal fyrstu þjóða til þess að lögleiða hjónaband samkynhneigðra. Allt gerðist þetta þrátt fyrir að í þá daga hafi nýlenskan ekki hafið innreið sína. Árum saman höfum við meira að segja talist sú þjóð á jörðu þar sem kvenréttindi eru mest. En vegna anna og minnisleysis fréttamannanna er eðlilegt að þetta hafi gleymst og þeir álíti að jafnrétti verði ekki náð nema hinu hlutlausa karlkyni verði útrýmt. Hluti þessarar misskildu jafnréttisbaráttu fréttamannanna felst í því að útrýma orðinu maður hvenær sem færi gefst. Að sama skapi má ekki lengur tala um suma, aðra, flesta eða nokkra í hlutlausri merkingu. Í þessari jafnréttisbaráttu sinni hefur fréttamönnunum, ásamt mörgum valdhöfum og athyglisþyrstum álitsgjöfum (sem þrá að þykja víðsýnir og jafnréttissinnaðir) tekist að innleiða orð á borð við starfsfólk, vísindafólk, björgunarfólk, verkafólk, iðnaðarfólk, flóttafólk o.s.frv. í stað starfsmanna, vísindamanna, björgunarmanna, verkamanna, iðnaðarmanna og flóttamanna. Í samsettum orðum getur þessi nýjung reynst afar óþjál og valdið því að munnvatn spýtist í óþægilegu magni milli tanna, eins og þegar talað er um starfsfólksstjóra, eða valdið misskilningi eins og orðið starfsfólksfundur, sem hljómar eins og starfsfólkshundur eða -undur. Og nú seinast er talað um Palestínufólk á RÚV. Þetta er vissulega bara byrjunin, því í allri baráttu þarf að gæta samræmis. Það er ótækt að tala um Palestínufólk í einni frétt og Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn í þeirri næstu. Það hlýtur hver maður að sjá að réttara væri að tala um Ísraelsfólk og Bandaríkjafólk. Sömuleiðis gengur ekki lengur að tala um Kanadamenn, Norðmenn og Úkraínumenn. Nei, Kanadafólk, Norðfólk og Úkraínufólk skal það heita. Annars væri hér ósamræmi í fréttaflutningi. Vandinn er hins vegar hvað kalla skal slíkt fólk í eintölu. „Ert þú Palestínufólk?“ gengur varla. Reyndar þyrfti að ganga enn lengra ef taka ætti kynhlutleysið alla leið, því ef betur er að gáð gæti einhver móðgast yfir orðum eins Íslendingar, Svíar, Danir, Frakkar, Belgar, Portúgalir, Þjóðverjar, Pólverjar, Kínverjar, o.s.frv., því allt eru þetta karlkynsorð. Því ekki tala um Íslandsfólk, Svíþjóðarfólk, Danmerkurfólk, Frakklandsfólk, Belgíufólk, Portúgalsfólk, Þýskalandsfólk, Póllandsfólk, Kínafólk, o.s.frv.? Það dugar ekkert hálfkák. Í ákveðnum orðasamböndum hefur RÚV tekist að útrýma hinu baneitraða orði maður með öllu með því að strika það einfaldlega út. Í stað þess að segja að 27 manns hafi farist í flóðum, eða 11 manns hafi verið handteknir er nú sagt þar á bæ að 27 hafi farist í flóðum og 11 hafi verið handtekin. Í barnaskóla brýndi stærðfræðikennarinn stanslaust fyrir mér að hafa einingar með hverri tölu svo ekki hlytist misskilningur af. Þessu hef ég alltaf hlýtt. En nú er öldin önnur. Einingar eru á bak og burt. Hér, sem annars staðar, þarf RÚV þó að gæta samræmis. Það er ótækt að sleppa orðinu maður við hlið þessara talna, en sleppa ekki orðum eins og trampólínum, rottum eða lundum í öðrum fréttum. Í stað þess að segja „Sjö trampólín fuku í fyrstu haustlægðinnni; Þrjátíu og átta rottur veiddust í gildru; Fimmtán lundar fundust dauðir í fjöru,“ væri æskilegt að segja „Sjö fuku í fyrstu haustlægðinni; Þrjátíu og átta veiddust í gildru; Fimmtán fundust dauðir í fjöru.“ Hlustendur yrðu einfaldlega að geta sér til um hverjar einingarnar væru. Öðruvísi væri samræmis ekki gætt. En gelding tungumálsins fer víðar fram en á RÚV. Nýlega fréttist að níunda bekkingum væri fyrirskipað að leiðrétta ýmsar setningar í tímum þannig að þær „virkuðu fyrir öll kyn“. Þetta voru setningar svo sem „Enginn má yfirgefa húsið; Allir tapa á verðbólgunni; Mönnum er skipað að fara í sóttkví.“ Þetta er aðeins byrjunin á því að útrýma hinu hlutlausa karlkyni. Þegar nýlenskuherirnir innleiða þá hugsun hjá börnum að þeim beri að móðgast yfir hverjum þeim texta sem í karlkyni er, þá er augljóst hvert stefnir. Við ölum upp þjóð sem er svo hörundsár að hún ímyndar sér að hinn íslenski málfræðigrunnur hafi verið lagður með það í huga að tala einungis til karlmanna. Í örvæntingu og hlýðni við „réttsýna“ kennara breytir hún hverjum þeim texta sem talist gæti karllægur, en áttar sig ekki á að um leið brýtur hún niður allar grundvallarstoðir tungumálsins, sem þrátt fyrir alla sína karllægni kom okkur langtum lengra en öðrum þjóðum í jafnréttisbaráttunni. Það er af sem áður var þegar Vigdís Finnbogadóttir sagði árið 1980: „Það á ekki að kjósa mig af því að ég er kona, það á að kjósa mig af því að ég er maður, og innan orðsins maður er bæði karl og kona.“ Nú eru forsetakosningar í nánd. Fréttamenn RÚV hafa enn ekki áttað sig á að orðið forseti er karlkyns, en helmingur frambjóðenda kvenkyns, þ.m.t. ein fyrirsæta, og því ótækt að halda sig við þetta starfsheiti, fari svo að kona verði kosin. Forsæta myndi henta konu langtum betur. Og þó. Einhver gæti móðgast og sagt að hér mætti rýna í starfsheitið og eygja vísun til útlits viðkomandi. Við erum nefnilega þegar orðin svo hörundsár og sjálfhverf sem þjóð að við lítum á tungumálið okkar sem aðför að eigin persónu í stað þess að sjá hvílíkur fjársjóður það er. Nýlenskuherinn hefur kennt okkur að leita að móðgun í hverju orði í stað þess að efla máltilfinningu hvers mannsbarns með því að auka íslenskukennslu, lesa fyrir börnin okkar og hvetja þau til lesturs vandaðra bóka. Við getum ekki lengur setið hjá og látið þá sem í blindni þrá að sýnast víðsýnir vega frekar að tungumálinu okkar. Látum nýlenskuhersveitirnar ekki komast upp með að höggva mann og annan úr orðaforða okkar. Höfundur er leiðsögumaður og skáld
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun