Þurfi að gera úrbætur en ástandið verið ýkt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. maí 2024 16:00 Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir hjá MAST segir að stofnunin fylgist með bæ í Borgarfirði og að bændur þar fari að kröfum stofnunarinnar um velferð dýra. Þeim hafi verið gert að fækka fé en ekki fyrr en í haust. Vísir/Sara Settur yfirdýralæknir hjá Mast segir að stofnunin hafi farið fram á að sauðfjárbú í Borgarfirði geri talsverðar úrbætur í búskapnum. Þá hafi ábúendum þar verið gert að fækka fé en erfitt sé að gera það í miðjum sauðburði. Hann telur ástandið á bænum ekki eins slæmt og menn vilja vera láta. Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur. Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands sakaði Matvælastofnun um það í síðustu viku að tryggja ekki velferð sauðfjár á bæ í Borgarfirði. Ábúendur á umræddum bæ sögðu þá í samtali við fréttastofu að þeir væru að fá hjálp við sauðburðinn og MAST væri þeim innan handar. Þau væru tekin að reskjast og hygðust hætta búskap næsta haust. Mast hefur tvisvar birt yfirlýsingar undafarið vegna málsins á heimasíðu sinni. Þorvaldur H. Þórðarson settur yfirdýralæknir MAST segir að stofnunin sé að sinna hlutverki sínu í málinu. Ástandið kannski ekki eins slæmt og hafi komið fram „Við teljum að við séum að sinna skyldu okkar að fullu. MAST hefur haft eftirlit með ákveðnum bæjum sérstaklega einum í Borgarfirði varðandi sauðfjárbússkap og hefur farið í nokkrar eftirlitsferðir. Stofnunin hefur farið fram á ákveðnar úrbætur miðað við það sem hefur komið í ljós. Vissulega er ýmislegt sem má betur fara en kannski er ástandið kannski ekki alveg eins slæmt og menn vilja vera láta,“ segir Þorvaldur. Aðspurður hvort Mast hafi krafist mikilla úrbóta svara hann: „Við höfum þurft að krefjast ákveðinna úrbóta miðað við aðstæður og á ákveðnum bæjum höfum við þurft að fara fram á töluvert miklar úrbætur já.“ Þurfa að fækka hjá sér Þorvaldur segir MAST fara í eftirfylgniheimsóknir á bæinn. Hann segir að myndir sem hafi birst í fjölmiðlum sem sýna féð með skallabletti ekki vera merki um bein veikindi. Þá hafi sauðfé á bænum haft aðgang að fóðri og vatni. „Það eru einhverjar kindur sem tilheyra bænum með skallabletti. Það er hins vegar ekki sjúkdómsástand. Það á sér stað einhver aflögn í gærunni og þá byrja þær að missa ullina á ákveðnum svæðum líkamans. Þá hafa þær haft aðgang að heyi og vatni og samkvæmt mínum upplýsingum er ekki mikið um vanhöld eða hor á fé á bænum,“ segir hann. Þorvaldur segir að stofnunin hafi farið fram á að bændurnir fækki sauðfé hjá sér. „MAST hefur verið farið fram á fækkun fjár. Það er hins vegar ekki auðvelt að fækka fé í miðjum sauðburði. Það verður að bíða þangað til næsta haust,“ segir Þorvaldur.
Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Borgarbyggð Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira