Innlent

Meint frelsissvipting, brott­vísun og vöggustofubörn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Sveitarstjórinn segir samfélagið í áfalli vegna málsins.

Móðir sem þurfti, vegna alvarlegs heimilisofbeldis, að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala fyrir áratugum segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig.

Kona, sem vísa á úr landi á morgun, er við slæma heilsu og ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Við ræðum við lögmann hennar í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Þá sjáum við frá Eurovision í gær, kíkjum í kaffi á Bessastaði og fáum sérfræðing í myndmáli til að rýna í herferðir forsetaframbjóðenda.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 12. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×