Innlent

Læknir segir að brott­vísun muni ógna lífi sjúk­lings

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Vísa á Blessing Newton úr landi á morgun, en læknir segir hana óferðafæra
Vísa á Blessing Newton úr landi á morgun, en læknir segir hana óferðafæra vísir/Vilhelm

Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun.

Vísir greindi frá því í gær að vísa ætti þremur konum frá Nígeríu úr landi sem sóttu um vernd hér á landi milli 2018 og 2020. Þær segjast allar hafa verið fórnarlamb mansals. Þær hafa verið í varðhaldi frá því á föstudag og til stendur senda þær aftur til Nígeríu á morgun.

Ein þeirra, Blessing Uzoma Newton, er við mjög slæma heilsu og segir læknisvottorð hennar að „brottvísun muni stefna lífi sjúklingsins í alvarlega hættu komi hún til framkvæmdar á núverandi tímamarki“. Lögmaður kvennanna, Helgi Silva, lagði fram kröfu um frestun framkvæmdar í gærkvöldi og ítrekaði beiðnina í dag. Ekkert svar hefur borist frá stoðdeld lögreglunnar.

Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, segir enn fremur að lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×