„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ Aron Guðmundsson skrifar 12. maí 2024 12:23 Andri Lucas Guðjohnsen virðist á förum frá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfari Lyngby, ekki á óvart hversu vel Andri hefur staðið sig upp á síðkastið Vísir/Samsett mynd „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“ Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Kaup Gent á Andra Lucasi virðast vera mjög nálægt því að ganga í gegn. Belgíski miðilinn HLN greindi frá því í morgun að Andri Lucas væri mættur til Belgíu með föður sínum, Eiði Smára Guðjohnsen, í viðræður við forráðamenn Gent. Heimildir Tipsbladet herma að Gent hafi gert tilboð í Andra Lucas. Tilboð sem forráðamönnum Lyngby leist vel á og gáfu í kjölfarið íslenska landsliðsframherjanum leyfi til að ferðast til Belgíu og hefja viðræður við Gent. Ekki er langt síðan að Andri Lucas, sem kom fyrst á láni til Lyngby frá Norrköping, var keyptur til danska félagsins á slikk. Í raun gerðist það bara í síðasta mánuði og skrifaði Andri Lucas undir þriggja ára samning við Lyngby. Frammistaða Íslendingsins á yfirstandandi tímabili hefur verið frábær. Andri Lucas er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir og því var það í raun aðeins tímaspursmál hvenær hann fengi tækifæri til að taka næsta skref á sínum ferli. Nú horfir Lyngby fram á það að græða vel á sölu Andra Lucasar. Það kemur Frey Alexanderssyni, fyrrverandi þjálfara Lyngby sem var keyptur til KV Kortrijk í Belgíu fyrr á árinu, ekki á óvart að Andri Lucas sé að vekja svona mikla athygli. Nú horfir hann mögulega fram á það að mæta honum í belgísku úrvalsdeildinni, gangi allt eftir óskum bæði hjá Andra sjálfum og svo hjá Kortrijk sem er á leiðinni í umspil um sæti í deildinni. „Ég er ánægður fyrir hönd allra í þessu máli. Í þessu græða allir og þetta er frábær saga. Við gerðum vel í að fá Andra Lucas til Lyngby á sínum tíma. Þar nýttum við okkur góð sambönd, grunnurinn var til staðar og áætlun okkar um tveggja manna sóknarlínu féll vel í kramið. Andri var þá í erfiðri stöðu hjá Norrköping, sem spilaði aðeins með einn sóknarmann. Glen Riddersholm, þjálfari Norrköping, átti erfitt með að finna pláss fyrir Andra. Það sem Andri Lucas þarf er traust og spilatíma. Hann treysti mér þegar að hann skipti yfir til Lyngby og við sýndum honum fram á umhverfi sem hann gat þrífst í. Þá er það rós í hnappagat Lyngby að hafa tekið svona vel á móti honum því það var enginn vafi á því í mínum huga að hann myndi standa sig í stykkinu og fara langt.“
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira