Flóttamannastofnun SÞ gerir athugasemdir við útlendingafrumvarpið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2024 07:09 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að herða útlendingalöggjöfina. Vísir/Vilhelm Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir nokkrar athugasemdir við frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um alþjóðlega vernd, í umsögn sem hefur verið birt á vef Alþingis. Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR. Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Stjórnvöld hafa margítrekað að markmiðið með breytingunum sé meðal annars að færa lögin til samræmis við útlendingalöggjöfina á hinum Norðurlöndunum en í umsögn sinni bendir UNHCR á að þar sé í sumum tilfellum pottur brotinn. UNHCR fjallar meðal annars um fyrirhugaðar breytingar á ákvæðum um fjölskyldusameiningar, sem stofnunin segir nauðsynlegar til að tryggja rétt fólks til fjölskyldulífs. Langvarandi aðskilnaður geti haft afar skaðleg áhrif bæði á hælisleitandann og fjölskyldu hans. Fjölskyldusameiningar séu þannig afar mikilvægur þáttur í því að stuðla að geðheilbrigði hælisleitenda og að rannsóknir hafi sýnt fram á bein tengsl milli fjölskyldusameininga, góðrar geðheilsu og getu viðkomandi til að aðlagast nýju samfélagi. UNHCR bendir á að Ísland sé aðili að ExCom, sem hafi lagt áherslu á að ríkjum beri að gera allt til að sameina fjölskyldur og og að fjölskyldusameiningar skuli eiga sér stað eins fljótt og auðið er. Stofnunin gerir þannig athugasemdir við breytingar sem fela í sér að fjölskyldusameining geti ekki átt sér stað fyrr en einstaklingur sem fengið hefur viðbótarvernd hér á landi hefur dvalið hér í tvö ár og fengið dvalarleyfi sitt endurnýjað. UNHCR segir Ísland horfa til Danmerkur hvað þetta varðar en þar hafi sambærilegri „þriggja ára reglu“ verið vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu að reglan kæmi í veg fyrir að einstaklingsbundið mat væri gert á hagsmunum fjölskyldunnar. Þrjú ár væru langur aðskilnaðartími og ekki síst þegar horft væri til þess að fjölskyldumeðlimir sætu eftir og byggju við bágar aðstæður. UNHCR beinir því einnig til stjórnvalda að gera ekki greinarmun á þeim sem fá stöðu flóttamanns og þeim sem fá viðbótarvernd, þar sem um sé að ræða hópa sem hafi almennt sömu þarfir og mæti sömu áskorunum. Þá segir í umsögninni að UNCHR hafi lengi talað fyrir því að flóttamenn og einstaklingar sem hlotið hafa dvalarleyfi á grundvelli viðbótarverndar eigi það ekki yfir höfði sér að þurfa ítrekað að sækja um endurnýjun dvalarleyfisins, þar sem það komi niður á andlegri heilsu þeirra. Enn fremur skapi það þrýsting og álag á kerfið. Umsögn UNHCR.
Sameinuðu þjóðirnar Flóttamenn Hælisleitendur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira