„Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2024 23:30 Jude Bellingham er kominn í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn. getty/Clive Brunskill Jude Bellingham var í skýjunum þegar Real Madrid komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir dramatískan sigur á Bayern München, 2-1, á Santiago Bernabéu í kvöld. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði varamaðurinn Joselu fyrir Real Madrid. Hann skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og kom Madrídingum í sinn sjötta úrslitaleik á ellefu árum. „Oft og mörgum sinnum höfum við virst vera dauðir og grafnir en við gefumst aldrei upp. Það er ástæða fyrir því að við snúum svona mörgum leikjum okkur í hag, það er vegna stuðningsmannanna. Þeir gefa okkur orku sem þú færð hvergi annars staðar,“ sagði Bellingham eftir leikinn. Hann segir Real Madrid staðráðið að vinna enn einn Evrópumeistaratitilinn þegar liðið mætir Borussia Dortmund í úrslitaleiknum á Wembley 1. júní. „Þeir tala um hvernig þeir unnu fjórtánda titilinn, hvernig þeir vilja vinna þann fimmtánda. Þú ert aldrei saddur,“ sagði Bellingham og lýsti andrúmsloftinu í leikmannahópi Real Madrid. „Okkur líður eins og fjölskyldu, leikmönnum og stuðningsmönnum.“ Enski landsliðsmaðurinn hlakkar til að mæta gamla liðinu sínu, Dortmund, í úrslitaleiknum. „Á Wembley, gegn Dortmund, það verður skrítið. Ég trúi því ekki. Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld,“ sagði Bellingham. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði varamaðurinn Joselu fyrir Real Madrid. Hann skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma og kom Madrídingum í sinn sjötta úrslitaleik á ellefu árum. „Oft og mörgum sinnum höfum við virst vera dauðir og grafnir en við gefumst aldrei upp. Það er ástæða fyrir því að við snúum svona mörgum leikjum okkur í hag, það er vegna stuðningsmannanna. Þeir gefa okkur orku sem þú færð hvergi annars staðar,“ sagði Bellingham eftir leikinn. Hann segir Real Madrid staðráðið að vinna enn einn Evrópumeistaratitilinn þegar liðið mætir Borussia Dortmund í úrslitaleiknum á Wembley 1. júní. „Þeir tala um hvernig þeir unnu fjórtánda titilinn, hvernig þeir vilja vinna þann fimmtánda. Þú ert aldrei saddur,“ sagði Bellingham og lýsti andrúmsloftinu í leikmannahópi Real Madrid. „Okkur líður eins og fjölskyldu, leikmönnum og stuðningsmönnum.“ Enski landsliðsmaðurinn hlakkar til að mæta gamla liðinu sínu, Dortmund, í úrslitaleiknum. „Á Wembley, gegn Dortmund, það verður skrítið. Ég trúi því ekki. Þegar ég var sjö ára í Birmingham dreymdi mig um svona kvöld,“ sagði Bellingham.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Aðstoðardómarinn bað Bæjara afsökunar: „Þetta er hörmung“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að annar aðstoðardómarinn í leiknum gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu hafi beðist afsökunar á að hafa lyft flaggi sínu of snemma þegar Bæjarar skoruðu undir lokin. Real vann leikinn, 2-1, og einvígið, 4-3 samanlagt. 8. maí 2024 22:47