„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 11:22 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira