Nýtt sanngirnisbótafrumvarp gæti komið fram Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. maí 2024 20:01 Bjarni Benediktsson segir að mögulega þurfi að vinna nýja löggjöf um sanngirnisbætur næsta haust. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að mögulega þurfi að gera aðra atlögu að lögum um sanngirnisbætur næsta haust. Það sé flókið að gera heildarlöggjöf um málaflokkinn eins og núverandi frumvarp miðar að. Hann telur mikilvægt að fjárhæð bóta verði ekki aðalatriðið í umræðunni. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni. Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra um sanngirnisbætur hefur verið umdeilt síðan það kom fram fyrir nokkrum misserum. Talsmaður Réttlætis kallaði það blekkingu í fréttum Stöðvar 2. Þá hefur það farið marga hringi í allsherjar- og menntamálanefnd. Flókið að gera heildstæða löggjöf um málið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að um sé að ræða tilraun til að gera heildstæða löggjöf um málið. „Það kemur svo í ljós að það er gríðarlega flókið viðfangsefni að setja þetta í eina löggjöf með samræmdum hætti þannig að við getum náð utan um ólík tilvik . Ég held að þetta frumvarp sé mjög virðingarverð tilraun. Ef við þurfum að taka dýpri umræðu og hlusta eftir fleiri sjónarmiðum og taka tillit til þeirra og mögulega gera aðra atlögu að því í haust verður svo að vera,“ segir Bjarni. Bjarni segir að málið sé nú í höndum allsherjar og menntamálanefndar. „Ég studdi það að málið kæmi fram og við tækjum umræðuna. Sitt sýnist hverjum. Nefndin þarf bara að ljúka sínum störfum. Ef hún telur að ríkisstjórnin þurfi að vinna málið frekar þá gerum við það en þetta á eftir að koma betur í ljós,“ segir Bjarni. Bótaupphæðin megi ekki verða aðalatriðið Gagnrýnt hefur verið að hámarksupphæð sanngirnisbóta samkvæmt frumvarpinu sé fimm milljónir króna sem sé helmingi lægri upphæð en sanngirnisbætur fortíðarinnar. Bjarni segir að líta þurfi til margra þátta. „Fjárhæðirnar geta verið viðkvæmur þáttur að úrlausn svona mála en við þurfum kannski að gæta okkur á að þær verði ekki aðalatriðið. Fordæmi hafa verið sett í fortíðinni en það er mjög erfitt að bera eitt mál saman við það næsta og segja að þetta eigi allt saman að spegla,“ segir Bjarni.
Vistheimili Vistheimilin Ofbeldi gegn börnum Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira