Innlent

Bein út­sending: Bjark­ey kynnir lagar­eldis­frum­varpið

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók á dógunum við embætti matvælaráðherra.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók á dógunum við embætti matvælaráðherra. Vísir/Einar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun kynna frumvarp til laga um lagareldi á opnum fundi í sem hefst klukkan 11. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í beinni útsendingu í spilaranum að neðan.

Á fundinum mun Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri matvæla fara nánar yfir þær breytingar sem hafi orðið á frumvarpinu að loknu samráðsferli.

„Tilgangur frumvarpsins er að skapa greininni ramma sem tryggir að sjálfbærni og vernd lífríkisins verði höfð að leiðarljósi og hefur víðtækt samráð verið haft hagaðila til að ná settu marki.

Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun og Guðni Guðbergsson hjá Hafrannsóknastofnun munu einnig segja frá aðkomu sinna stofnana að frumvarpinu og hverju lögin geta breytt fyrir þeirra starfsemi,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×